Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2012 19:05 Jón Gnarr borgarstjóri. Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka. Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka.
Mest lesið Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Innlent Halldór Blöndal er látinn Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira