Jón Gnarr ber skaðann af vímuefnaneyslu til frambúðar Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. október 2012 19:05 Jón Gnarr borgarstjóri. Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka. Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira
Borgarstjóri segist bera skaðann af því alla ævi að hafa byrjað að neyta vímuefna á unglingsárunum. Hann hvatti í dag ungmenni til að fara ekki sömu leið þegar forvarnardagurinn var kynntur. Ólafi Ragnari Grímssyni forseta Íslands og Jóni Gnarr borgarstjóra var fagnað gríðarlega þegar þeir mættu í Hlíðarskóla í morgun. Tilgangurinn með heimsókninni var að kynna forvarnardaginn sem haldinn verður í grunn- og framhaldsskólum á miðvikudaginn. Markmiði með deginum er að minna á hvaða ráð duga best til að koma í veg fyrir að ungmenni verði fíkniefnum að bráð. Þannig sýna rannsóknir að samvera foreldra skiptir miklu máli, þátttaka í íþróttum og tómstundum og að sniðganga áfengi sem lengst. Jón Gnarr sagði frá því að hann hefði ungur byrjað að drekka áfengi. „Þegar ég er svona þrettán, fjórtán ára þá missti ég svolítið fótana félagslega og byrjaði að drekka og byrjaði að reykja og fikta við vímuefni og síðan var það bara ákveðið tímabil í mínu lífi. Skaðinn af því ég mun bera hann alla ævi og geri það. Ég held að það myndi vera miklu betra fyrir mig ef þetta hefði ekki gerst," segir Jón Gnarr. Í næsta mánuði kemur út bók eftir Jón sem heitir Sjóræninginn þar sem hann lýsir þessu tímabili ævi sinnar. Hann segir það hafa verið erfitt að hætta neyslunni. „Ég náði að breyta lífi mínu en það voru ekkert allir svo heppnir en mjög mikið af vinum mínum, krökkum sem að voru með mér þegar ég er þetta 13-14 til 17-18 eru dánir," segir Jón. Forvarnardagurinn er haldinn að frumkvæði forseta Íslands. „Ég er mjög þakklátur fyrir það að hafa verið alinn upp af mínum foreldrum og mínu nánasta umhverfi í mjög öflugum bindindis anda. Því að líkt og borgarstjóri sagði hér áðan þá hefur maður horft upp á jafnaldra sína og vini verða bæði áfenginu og fíkniefnunum að bráð," segir Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands. Borgarstjóri segir skilaboð sín til ungmenna skýr: Ekki drekka.
Mest lesið Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Innlent Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Innlent Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Innlent Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Innlent Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Innlent Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju Erlent Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Innlent Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Innlent Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn Innlent „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent Fleiri fréttir Sektaður fyrir of stutt bil milli bíla Þúsund sinnum sterkara en morfín og erfitt að þekkja Þúsund sinnum sterkara en morfín og safnað fyrir Kvennaathvarfi Ríkissaksóknari hefur óskað eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar Vill að flugumferð verði beint frá loftrými kirkjunnar á meðan þau flytja Bach Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Setja skorður á tjáningu meðlima til að „kæla aðeins niður hitann“ Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Ekki mikill sparnaður í að segja upp fagfólki Óbeit ungra drengja á trans fólki áhyggjuefni Menntaðir þjónar sniðgengnir og óbeit ungra drengja á trans fólki Óttast að efnið sé þegar komið í dreifingu á Íslandi Landris hafið og enn dregur úr skjálftavirkni Þyrla ferjaði vistir fyrir fjallgönguhóp Ratcliffe Mannúðarmál að fangar fái að afplána í sínu heimalandi Sá eini fagmenntaði missti vinnuna Fangageymslur fullar eftir nóttina Kviknaði í gömlum bústað við Rauðavatn „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Sjá meira