Tónlist

Tómas leikur lög af Laxness

Tómas R. Einarsson, gaf út diskinn Laxness í vor og leikur lög af honum á jazzhatíð í kvöld.
Tómas R. Einarsson, gaf út diskinn Laxness í vor og leikur lög af honum á jazzhatíð í kvöld.
Tómas R. Einarsson og hljómsveit flytja tónlist tengda Halldóri Laxness á tónleikum á Jazzhátíð Reykjavíkur í Iðnó í kvöld.

Á efnisskrá eru lög af geisladisknum Laxness sem kom út í vor og hefur að geyma tónlist Tómasar við heimildarmyndina Anti-American Wins Nobel Prize eftir Halldór Þorgeirsson. Auk þess eru á disknum tvö eldri lög sem Tómas gerði við ljóð Halldórs Laxness, S.S. Montclare sem Ragnhildur Gísladóttir syngur og Hjarta mitt í flutningi Ragnheiðar Gröndal en þær koma einmitt fram á tónleikunum í kvöld.

Hljómsveit Tómasar skipa auk forkólfsins þeir Davíð Þór Jónsson á píanó og básúnu, Ómar Guðjónsson á gítar, túbu og banjó og Matthías M. D. Hemstock á trommur. Tónleikarnir hefjast klukkan 20.30.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.