Helmingur tekna Hörpunnar rennur til Reykjavíkurborgar 28. ágúst 2012 06:30 Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira
Pétur J. Eiríksson, stjórnarformaður Portusar, eignarhaldsfélags Hörpu, segir að verði fasteignagjöldin af Hörpu ekki lækkuð sé það vandamál sem eigendurnir, ríki og Reykjavíkurborg, þurfi að glíma við. „Við ráðum ekki við þetta. Við erum með tvær milljónir króna í tekjur á dag og borgum eina milljón í fasteignagjöld á dag. Enginn rekstur á Íslandi ræður við þetta." Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, segir ljóst að ríkið hafi gert ráð fyrir mun lægri fasteignagjöldum. „Þessi upphæð hefur auðvitað komið upp í samræðum okkar við borgina, en þær umræður standa yfir." Spurð hvort ríkið muni gera kröfu á borgina, sem fær auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum, um að auka hlutdeild sína í rekstrarkostnaði, segir hún: „Við munum meðal annars fara yfir þetta." Dagur B. Eggertsson, formaður borgarráðs, segir að forsendurnar fyrir yfirtöku hússins hafi verið að borgin yki ekki framlag sitt frekar en þegar hefði verið samþykkt. En þýða auknar tekjur með hærri fasteignagjöldum ekki í raun lægra framlag? „Nei. Fasteignagjöld eru hluti af föstum rekstrarkostnaði hvaða byggingar sem er." Eins og Fréttablaðið greindi frá í gær eru fasteignagjöld á Hörpu hærri en af 12 menningar- og íþróttahúsum samanlagt. Dagur segir það einfaldlega þýða að Harpa sé það mikið verðmætari en þau hús. „Þess vegna hefðu fasteignagjöldin í Hörpu ekki átt að koma neinum á óvart, því ríki og borg tóku við Hörpu á ákveðnu verði. Það verð tekur mið af þeirri leigu sem ríki og borg voru búin að tryggja húsinu." Almennt greiða sveitarfélög fasteignagjöld af menningarhúsum sem þau reka. Það gildir til dæmis um Hof á Akureyri. Harpa er hins vegar í sameiginlegri eigu ríkis og borgar og reksturinn er í sérstöku félagi. En kemur til greina að eigendurnir greiði fasteignagjöldin? „Það var ekki hluti af forsendunum í upphafi að taka eina tegund skatta út fyrir sviga og segja að um hana gildi sérreglur. Það var þvert á móti gert ráð fyrir því að þetta hús mundi greiða gjöld eins og önnur hús en reksturinn fengi þennan myndarlega styrk frá ríki og borg, í því formi að þau borguðu leiguna af því." - kóp
Fréttir Mest lesið Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Bæjarskrifstofur og heimili rýmd Innlent Fleiri fréttir Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Sjá meira