Vinstri grænir að gera þjóðina fráhverfa umhverfismálum 28. október 2012 19:30 Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. Indriði og eiginkona hans, Kristbjörg Lóa Árnadóttir leikskólakennari, oftast kölluð Lóa, voru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum að þessu sinni, en Skjaldfönn er nú útjaðar byggðarinnar í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Indriði er landskunnur fyrir kjarnyrtar blaðagreinar og á bæjartröppunum kvaðst hann skrifa til að gera pólitískum andstæðingum grammt í geði. Indriði kvaðst vera einlægur vinstrimaður og helst vilja angra þá sem væru á hinum vængnum til að höggva skarð í þeirra raðir. Hann leyndi því hins vegar ekki að nú væri hann búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn og Evrópusambandsflandri hennar. Hann gæti ekki kosið flokk þar sem foringinn sviki það sem sagt var fyrir kosningar; að berjast af alefli gegn inngöngu. Ísland væri nú á samningaleiðarvegferð, það væri óþolandi og það gæti hann ekki fyrirgefið. Kvaðst Indriði í staðinn reikna með að verða Samstöðumaður með Lilju Mósesdóttur að vori. Indriði kvaðst einnig mjög ósáttur við hvernig Vinstri grænir hefðu haldið á umhverfisráðuneytinu. Það væri til skammar og það bæri ekki vott um umhverfisvernd að leyfa tófunni að fjölga sér um land allt, sem hlyti að koma niður á fuglalífi. Það væri ólíðandi að umhverfisráðherra, sem réttast ætti að kalla vargaverndarráðherra, skyldi bjóða upp á þetta. Þá sagði Indriði ráðuneytið og stofnanir þess fyrir sunnan sækjast í að taka völdin af heimamönnum og landeigendum, - í Djúpinu með því að færa friðland Hornstranda upp að bæjardyrum á Skjaldfönn. „Ég hef ekki heyrt um einn einasta landeiganda sem kærir sig um að verða ofurseldur þessu yfirvaldi að sunnan, Umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytis. Við lýsum bara algjörri vanþóknun á svona tilraunum." Hann sagði að fólkið þar virtist ekki vera í neinum tengslum við líf og starf fólks úti á landi. „Maður finnur þetta um allt land. Það er komin þvílík neikvæðni gagnvart þessu ráðuneyti." Indriði minnti á að þessi aðilar hefðu látið ýmislegt ógert, svo sem varðandi iðnaðarsalt og díoxín-mengun. „Þetta bólgnar út, eins og ég veit ekki hvað, í fólkshaldi og öðru, og allskonar fræðingar, sem samfélagið þarf að standa undir, en virðist ekki gera nokkurt einasta gagn. Og eru að gera stóran hluta þjóðarinnar algörlega fráhverfan umhverfismálum, og því sem þetta ráðuneyti átti að standa fyrir." Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Einn af stofnendum Vinstri grænna, Indriði Aðalsteinsson, bóndi á Skjaldfönn, segist vera búinn að fá nóg af ríkisstjórninni og ekki geta stutt flokkinn vegna svika í Evrópusambandsmálum. Þá hafi Vinstri grænir haldið þannig á umhverfisráðuneytinu að stór hluti þjóðarinnar sé að verða fráhverfur umhverfismálum. Þetta kom fram í þættinum Um land allt, sem er á dagskrá Stöðvar 2 að loknum fréttum á sunnudagskvöldum. Indriði og eiginkona hans, Kristbjörg Lóa Árnadóttir leikskólakennari, oftast kölluð Lóa, voru viðmælendur Kristjáns Más Unnarssonar í þættinum að þessu sinni, en Skjaldfönn er nú útjaðar byggðarinnar í norðanverðu Ísafjarðardjúpi. Indriði er landskunnur fyrir kjarnyrtar blaðagreinar og á bæjartröppunum kvaðst hann skrifa til að gera pólitískum andstæðingum grammt í geði. Indriði kvaðst vera einlægur vinstrimaður og helst vilja angra þá sem væru á hinum vængnum til að höggva skarð í þeirra raðir. Hann leyndi því hins vegar ekki að nú væri hann búinn að fá nóg af þessari ríkisstjórn og Evrópusambandsflandri hennar. Hann gæti ekki kosið flokk þar sem foringinn sviki það sem sagt var fyrir kosningar; að berjast af alefli gegn inngöngu. Ísland væri nú á samningaleiðarvegferð, það væri óþolandi og það gæti hann ekki fyrirgefið. Kvaðst Indriði í staðinn reikna með að verða Samstöðumaður með Lilju Mósesdóttur að vori. Indriði kvaðst einnig mjög ósáttur við hvernig Vinstri grænir hefðu haldið á umhverfisráðuneytinu. Það væri til skammar og það bæri ekki vott um umhverfisvernd að leyfa tófunni að fjölga sér um land allt, sem hlyti að koma niður á fuglalífi. Það væri ólíðandi að umhverfisráðherra, sem réttast ætti að kalla vargaverndarráðherra, skyldi bjóða upp á þetta. Þá sagði Indriði ráðuneytið og stofnanir þess fyrir sunnan sækjast í að taka völdin af heimamönnum og landeigendum, - í Djúpinu með því að færa friðland Hornstranda upp að bæjardyrum á Skjaldfönn. „Ég hef ekki heyrt um einn einasta landeiganda sem kærir sig um að verða ofurseldur þessu yfirvaldi að sunnan, Umhverfisstofnunar eða umhverfisráðuneytis. Við lýsum bara algjörri vanþóknun á svona tilraunum." Hann sagði að fólkið þar virtist ekki vera í neinum tengslum við líf og starf fólks úti á landi. „Maður finnur þetta um allt land. Það er komin þvílík neikvæðni gagnvart þessu ráðuneyti." Indriði minnti á að þessi aðilar hefðu látið ýmislegt ógert, svo sem varðandi iðnaðarsalt og díoxín-mengun. „Þetta bólgnar út, eins og ég veit ekki hvað, í fólkshaldi og öðru, og allskonar fræðingar, sem samfélagið þarf að standa undir, en virðist ekki gera nokkurt einasta gagn. Og eru að gera stóran hluta þjóðarinnar algörlega fráhverfan umhverfismálum, og því sem þetta ráðuneyti átti að standa fyrir."
Tengdar fréttir Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47 Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Sjá meira
Amman ræktar epla- og appelsínutré við Drangajökul Amman í Skjaldfannardal í Ísafjarðardjúpi, Ása Ketilsdóttir, vakti athygli í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í gærkvöldi þegar hún sýndi skrúðgarðinn sem hún er búinn að rækta upp á bæ sínum, Laugalandi, inn undir Drangajökli. Þar er hún með á þriðja hundrað tegunda, þeirra á meðal margar sem teljast suðrænar, eins og bóndarós, og það á svæði sem þekkt er fyrir kuldaleg örnefni; Kaldalón, Snæfjallaströnd og Skjaldfönn. "Það er líka til Unaðsdalur," bætti Ása við og minnti á nafn næsta dals norðan Kaldalóns. 22. október 2012 11:47
Hrikalega stór lömb í Djúpinu Tveir lambhrútar, sem ær frá Skjaldfönn átti, reyndust hvor um sig vera 72 kíló að þyngd þegar þeir fóru í sláturhús í haust. Um 40% af heildarþyngd skepnunnar flokkast jafnan sem kjöt. "Þetta hangir í að vera nærri 60 kíló af kjöti eftir tvílembu, sem mun vera að ég held örugglega Íslandsmet. Svona afurðir eftir tvílembu munu óþekktar," segir Indriði Aðalsteinsson bóndi, en um þetta var fjallað í þættinum Um land allt. Skjaldfönn í Ísafjarðardjúpi hefur undanfarin 30 ár verið eitt eitt afurðamesta bú landsins, það er kjöt eftir hverja kind, ef ekki í efsta sæti á þá með fimm efstu á hverju ári. 28. október 2012 22:30