Lífið

600 fermetra ástarhreiður

MYNDIR / COVER MEDIA
Tónlistarmaðurinn Adam Levine hefur fest kaup á 600 fermetra glæsihýsi í Los Angeles. Húsið hefur verið nefnt Benedict-húsið og er afar glæsilegt í alla staði.

Í húsinu eru sex svefnherbergi, sjö baðherbergi og lóðin öll er 3,5 ekrur. Í húsinu er falleg stofa, borðstofa, eldhús og stúdíó.

Adam opinberaði nýverið samband sitt við fyrirsætuna Behati Prinsloo og eiga þau eflaust eftir að eyða mörgum gæðastundum saman í Benedict-húsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.