Lífið

Tískan tók völdin í Hörpu

Árni Sæberg og Goddur voru með myndavélar á lofti.
Árni Sæberg og Goddur voru með myndavélar á lofti.
Hin árlega tískuhátíð Reykjavík Fashion Festival fór fram í Hörpu um helgina. Fjöldi manns lagði leið sína í tónlistarhúsið og fylgdust með ellefu íslenskum hönnuðum sýna haust- og vetrarlínur 2012. Fatahönnuðurinn Mundi reið á vaðið og sýndi svarthvítar prjónaflíkur með grafískum mynstrum í hráu umhverfi bílakjallara Hörpunnar. Þetta er í þriðja sinn sem tískuhátíðin er haldin í Reykjavíkurborg og var ekki annað að sjá en að gestir voru spenntir fyrir íslenskri tísku.

RFF





Fleiri fréttir

Sjá meira


×