Tónlist

Lengsta biðröð í sögu Hörpu

Freyr Bjarnason skrifar
Yfir eitt þúsund manns bíða eftir miðum á tónleika þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk.
Yfir eitt þúsund manns bíða eftir miðum á tónleika þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk. Mynd/Stefán
"Þetta er lengsta biðröð sem hefur sést hérna í Hörpunni," segir Gunnar Lárus Hjálmarsson, eða Dr. Gunni, starfsmaður Iceland Airwaves.

Yfir eitt þúsund manns bíða eftir miðum á tónleika þýsku hljómsveitarinnar Kraftwerk sem verða haldnir í Eldborgarsalnum á sunnudagskvöld.

Miðarnir verða afhentir núna klukkan 12.

Að sögn Gunnars hafði röðin náð út úr Hörpu klukkan 10.

Fyrstu manneskjurnar mættu klukkan sex í morgun til að næla sér í miða en Harpan opnaði tveimur klukkustundum síðar.

Allir í biðröðinni hafa þegar keypt sér armband á Airwaves-hátíðina en þurfa einnig að tryggja sér miða til að komast á tónleikana með Kraftwerk.

Kraftwerk kemur fram í Eldborg á sunnudag klukkan 20 og á mánudag klukkan 20.30.Mynd/Stefán
Þeir hörðustu mættu í biðröð klukkan sex í morgun.mynd/hjörtur





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.