Sónar verði ein sú besta í Evrópu Freyr Bjarnason skrifar 1. nóvember 2013 09:00 Hátíðin Sónar Reykjavík verður haldin í annað sinn í febrúar á næsta ári. Fréttablaðið/Stefán Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna. Sónar Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Björn Steinbekk, skipuleggjandi Sónar Reykjavík, stefnir á að gera hátíðina að einni af mest spennandi litlu tónlistarhátíðunum í Evrópu á næstu fimm árum. „Þessi stefna mín er hluti af ástæðunni fyrir því að eigendur Sónar leggja sig jafn mikið fram og raun ber vitni við að fá hingað listamenn sem eru heitir hverju sinni,“ segir Björn. Á næstu Sónar-hátíð, sem verður haldin er í annað sinn í Hörpu í febrúar, hafa meðal annars verið bókaðir Paul Kalkbrenner, Bonobo, Starwalker, Hjaltalín og Major Lazer en í spilaranum hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lag hans Watch Out For This (Bumaye). Fyrr á árinu voru Squarepusher og James Blake á meðal gesta. Til að þessi áætlun Björns gangi upp er ljóst að hækka gæti þurft miðaverðið á næstu árum. Núna er það 17.900 krónur en gæti farið nálægt því verði sem er algengt á þriggja daga tónlistarhátíðum erlendis sem er rúmlega 20.000 kr. Þetta veltur mikið á vexti Sónar Stockholm sem fer fram í fyrsta skipti á sama tíma og Sónar Reykjavík. Ef sú hátíð vex í samræmi við væntingar gætu samlegðaráhrifin verið slík að miðaverð haldist svipað og í dag. „Það er ljóst að markaður fyrir þetta miðaverð á Íslandi er lítill og þess vegna er mikilvægt að við vinnum vel með aðilum í ferðaiðnaði og þeim sem markaðssetja Ísland erlendis til að ná þeim fjölda erlendra fjölda gesta sem til þarf,“ segir hann. Einn liður í þessu markmiði er ráðstefnan Sónar Pro sem hefst í Hörpu 2015. Þar verður fjöldi erlendra áhrifamanna úr tónlistarbransanum á meðal gesta. Um 3.000 miðar seldust á Sónar Reykjavík í febrúar. Útlendingar voru þriðjungur gestanna.
Sónar Mest lesið „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Fullkomið tan og tryllt partý Lífið samstarf Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira