Verkin sýna merkin, Katrín Kristinn H. Gunnarsson skrifar 1. nóvember 2013 06:00 Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugleiðing um listamannalaun IV Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Styðjum Áslaugu Örnu – sameinumst um grunngildin Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar Skoðun Minnihlutavernd í fjöleignarhúsum Sigurður Orri Hafþórsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin þarf aðhald Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Undir faglegri leiðsögn kennara blómstra börn Jónína Hauksdóttir skrifar Skoðun Donald Trump og tollarnir Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Rauð viðvörun í íslenska menntakerfinu Tinna Steindórsdóttir skrifar Skoðun Varasjóður VR Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Sjá meira
Síðasta ríkisstjórn glímdi við mikla erfiðleika en hún fékk líka betra tækifæri til þess en nokkur önnur ríkisstjórn að umbylta valdakerfi fámennrar yfirstéttar og að jafna byrðarnar á þegna landsins með sanngjörnum og réttlátum hætti. Vinstri grænir komust í lykilaðstöðu þar sem ráðherrar flokksins fóru með sjávarútvegsmál og fjármálaráðuneytið. Þótt margt hafi ágætlega verið gert skorti mikið á stefnufestu forystumanna flokksins. Formaður Vinstri grænna kveinkar sér undan gagnrýni, en verkin sýna merkin. Vinstri grænir og Samfylkingin fengu skýrt umboð í þingkosningunum 2009. Stefna flokkanna í sjávarútvegsmálum var samhljóða í öllum meginatriðum. Þeir ætluðu að innkalla veiðiheimildirnar og endurúthluta þeim eftir almennum reglum þar sem jafnræðis væri gætt. Kjósendur studdu þessi áform heilshugar þá og ítrekuðu síðar með því að samþykkja í þjóðaratkvæðagreiðslu að leyfi til þess að nýta fiskimiðin skyldu verða veitt á jafnræðisgrundvelli til hóflegs tíma og gegn fullu gjaldi. Siðfræðistofnun Háskóla Íslands og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar vöruðu við því í erindum til Alþingis að festa kvótakerfið með óbreyttu úthlutunarkerfi enn frekar í sessi. Bentu forsvarsmenn stofnananna á að kerfi framseljanlegra fiskveiðiheimilda hefðu það gjarnan í för með sér að þær söfnuðust á fárra hendur og að með þeim verðmætu forréttindum sem felast í umráðarétti fiskstofnanna væru lagðar línur varðandi auð, völd, áhrif og ítök einstaklinga og þjóðfélagshópa. Forysta Vinstri grænna komst í valdastólana og hafði allt með sér. Það var hægara sagt en gert að láta sér mistakast. En það gerðist samt. Katrín Jakobsdóttir og félagar hennar afneituðu eigin stefnu og vísuðu á bug úrslitum þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Forystan sló skjaldborg um sama spillta úthlutunarkerfið. Kjarkinn brast til þess að sækja í metgróðann í sjávarútveginum fjárhæðirnar sem þurfti til að verja velferðarkerfið alvarlegum áföllum. Hækkun veiðigjaldsins á lokasprettinum eru spor í rétta átt en aðeins smámunir af metgróðanum frá 2008. Réttlát tekjuskipting er enn víðs fjarri. Það er einsdæmi að róttækur vinstri flokkur sem tekst á við valdaöfl þjóðfélagsins samsami sig þeim þegar á reynir og gefi almenningi langt nef. Formaður Vinstri grænna þarf að gefa skýringar á því.
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun
Skoðun Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen skrifar
Skoðun Opið bréf til Alþingis, við þingsetningu 4. febrúar Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer,Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar
Skoðun Leigubílar eiga að vera almenningssamgöngur en ekki neyðarúrræði Eyþór Máni Steinarsson skrifar
Skoðun Hættan sem felst í því þegar stjórnmálamenn vilja endurskoða fjölmiðlastyrki vegna gagnrýnnar umfjöllunar Ólafur Hand skrifar
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Sjálfbærni íslenskra fyrirtækja er ekki lengur valkostur Ísabella Ósk Másdóttir,Guðni Þór Þórsson,Arent Orri J. Claessen Skoðun