Engin yfirlýsing frá prófessorum vegna máls Jóns Baldvins Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 4. september 2013 17:28 Rúnar Vilhjálmsson formaður félags prófessora sagði að félagið ætlaði ekki að senda frá sér ályktun að svo komnu. mynd/365 Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma. Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira
Prófessorar við Háskóla Íslands funduðu í dag og fóru meðal annars yfir mál Jóns Baldvins Hannibalssonar og skólans. Rúnar Vilhjálmsson, formaður félagsins segir að þau muni fylgjast með málinu og viðbrögðum Háskólans, en niðurstaðan hafi verið að þau myndu ekki senda frá sér neina ályktun vegna málsins að svo komnu. „Eins og fram hefur komið þá mun rektor vera í samskiptum við Jón Baldvin og þá mun félagsvísindasvið væntanlega fjalla um málið á sínum vettvangi,“ segir Rúnar. Rúnar segir að félagið sé bæði fagfélag og kjarafélag og þau fylgist með öllum málum sem koma upp og varða fagleg málefni skólans. Hann segir að fundurinn í dag hafi ekki verið haldinn sérstaklega til þess að fjalla um mál Jóns Baldvins. Til fundarins hafi verið boðað fyrir þó nokkru síðan og í ljósi þess sem gerst hefur, hafi hans mál að sjálfsögðu verið rætt. „Álitamálin verða áfram rædd innan skólans, vítt og breitt. Það eru tvö ólík sjónarmið sem hafa komið fram í umræðunni um ráðningarmál almennt,“ segir Rúnar. Álitamálin sem hann vísar til, komu fram á Vísi í dag þar sem Rúnar sagði að tekist væri á um tvö sjónarmið. Annað sjónarmiðið er um hvort gera eigi einhverjar siðferðiskröfur til kennara á öllum skólastigum og jafnvel á háskólastiginu líka og hverjar þær eigi þá að vera. Hvar eigi að draga mörk, hverjir eigi að setja þær reglur og hvernig eigi að fylgja þeim eftir. Hitt sjónarmiðið séað hér verði að gera greinarmun á óskildum málum. Aðalatriðið sé að þegar kennarar eru ráðnir, sé að þeir hafi hæfni, þekkingu og getu til þess að fræða og þjálfa nemendur. Að fólk verði að geta umgengist hvert annað þó að það sé með einhverjar ávirðingar á bakinu vegna annarra hluta, á öðrum vettvangi og á öðrum tíma.
Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Fleiri fréttir Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Kennaraverkföll skella á Skólameistari gengur út frá því að kennarar leggi niður störf Óvissa um verkföll eftir frestunarbeiðni Áfastir tappar dragi úr lífsvilja Sjá meira