Kvikmyndastjörnur koma á laugardag Hödd Vilhjálmsdóttir skrifar 4. september 2013 20:00 Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Interstellar, ný kvikmynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan, verður að stórum hluta tekin upp hér á landi. Von er á leikurum og aðstandendum myndarinnar hingað til lands um helgina. Ísland hefur að undanförnu verið vinsæll tökustaður fyrir erlendar stórmyndir og sjónvarpsþætti, en í því samhengi má nefna Oblivion, Prometheus, Thor: The Dark World og Game of Thrones. Ekkert lát virðist vera á þessum vinsældum en samkvæmt umfjöllun kvikmyndavefsins Empire mun landið vera aðaltökustaður Interstellar sem er ný mynd Hollywood leikstjórans Christopher Nolan. Samkvæmt heimildum fréttastofu lendir einkaflugvél á Reykjavíkurflugvelli næstkomandi laugardag, en í henni verða leikarar og aðstandendur myndarinnar. Leikaraliðið er ekki af verri endanum en Matt Damon, Anne Hathaway, Michael Caine, Jessica Chastain og Matthew McConaughey eru þar á meðal og hafa myndir birst af þeim tveimur síðastnefndu við tökur. Hér á landi verður myndin tekin upp við Kirkjubæjarklaustur, en mikil leynd hvílir yfir söguþræði hennar. Þó er vitað að hún á að gerast í framtíðinni þar sem korn er það eina sem hægt er að rækta. Vísindamenn halda því af stað í leiðangur til annara vídda í leit að öðrum nytjaplöntum til ræktunar.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Mest lesið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Stjörnum prýdd kynning enska boltans Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein