Landlæknir telur ekki ástæðu til þess að kæra mistök til lögreglu 20. febrúar 2013 12:14 Geir Gunnlaugsson landlæknir. Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. Landlæknir segir svo að hann hafo beint samtímis þeim tilmælum til heilbrigðisstofnunarinnar að Hlédís yrði boðuð til fundar þar sem farið yrði yfir atburðarásina, hún formlega beðin afsökunar á þeim mistökum og þeirri vanrækslu sem hún og nýfætt barn hennar urðu fyrir og skýrt fyrir henni til hvaða ráðstafana yrði gripið til að hindra að samskonar mistök og vanræksla endurtaki sig. Jafnframt var óskað greinargerðar til landlæknis um þær aðgerðir sem stofnunin hefði gripið til í kjölfar þessa atviks. Það sé hinsvegar mat landlæknis að engir atburðir í þessu máli hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu. Landlæknir segist beita á hinn bóginn tilteknum lögbundnum eftirlitsúrræðum þegar við á gagnvart einstökum heilbrigðisstarfsmönnum sem vanrækja starfsskyldur sínar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu landlæknis í heild sinni: Vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi vill landlæknir undirstrika eftirfarandi: Atburðarás fyrrgreindrar fæðingar leiddi til þess að fæðingarstofnunin tilkynnti hana sem óvænt alvarlegt atvik til landlæknis eins og lög mæla fyrir um. Landlæknir skal rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja eftir því sem kostur er að slík atvik eigi sér ekki aftur stað. Málið var rannsakað ítarlega sem leiddi til þeirrar faglegu niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní 2012. Landlæknir beindi samtímis þeim tilmælum til heilbrigðisstofnunarinnar að Hlédís yrði boðuð til fundar þar sem farið yrði yfir atburðarásina, hún formlega beðin afsökunar á þeim mistökum og þeirri vanrækslu sem hún og nýfætt barn hennar urðu fyrir og skýrt fyrir henni til hvaða ráðstafana yrði gripið til að hindra að samskonar mistök og vanræksla endurtaki sig. Jafnframt var óskað greinargerðar til landlæknis um þær aðgerðir sem stofnunin hefði gripið til í kjölfar þessa atviks. Vegna umfjöllunar Kastljóss um rangfærslur í sjúkraskrá skal tekið fram að Heilbrigðisstofnun Vesturlands er ábyrgðar- og umsjónaraðili þeirrar sjúkraskrár sem um ræðir og getur gert á henni leiðréttingar skv. lögum um sjúkraskrár, sé sýnt fram á að upplýsingar í henni séu bersýnilega rangar eða villandi. Það er mat landlæknis að engir atburðir í þessu máli hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu. Landlæknir beitir á hinn bóginn tilteknum lögbundnum eftirlitsúrræðum þegar við á gagnvart einstökum heilbrigðisstarfsmönnum sem vanrækja starfsskyldur sínar. Hlédísi var kunnugt um málsmeðferð embættisins og lagði sig fram um að aðstoða það við rannsókn þess. Hún miðaði að því að upplýsa málið og leitast við að koma í veg fyrir að slík atvik endurtaki sig. Niðurstaða embættisins er skýr: Heilbrigðisstarfsmönnum urðu á mistök og vanræksla við fæðingu barns Hlédísar. Þessari niðurstöðu hefur verið fylgt eftir af festu gagnvart stjórnendum sjúkrahússins og einstökum starfsmönnum. Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira
Geir Gunnlaugsson landlæknir hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi. Í yfirlýsingunni segir landlæknir að málið hafi verið rannsakað ítarlega og að það hafi leitt til faglegrar niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní árið 2012. Landlæknir segir svo að hann hafo beint samtímis þeim tilmælum til heilbrigðisstofnunarinnar að Hlédís yrði boðuð til fundar þar sem farið yrði yfir atburðarásina, hún formlega beðin afsökunar á þeim mistökum og þeirri vanrækslu sem hún og nýfætt barn hennar urðu fyrir og skýrt fyrir henni til hvaða ráðstafana yrði gripið til að hindra að samskonar mistök og vanræksla endurtaki sig. Jafnframt var óskað greinargerðar til landlæknis um þær aðgerðir sem stofnunin hefði gripið til í kjölfar þessa atviks. Það sé hinsvegar mat landlæknis að engir atburðir í þessu máli hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu. Landlæknir segist beita á hinn bóginn tilteknum lögbundnum eftirlitsúrræðum þegar við á gagnvart einstökum heilbrigðisstarfsmönnum sem vanrækja starfsskyldur sínar. Hér fyrir neðan má lesa yfirlýsingu landlæknis í heild sinni: Vegna umfjöllunar Kastljóss um atburði í tengslum við fæðingu barns Hlédísar Sveinsdóttur á Heilbrigðisstofnun Vesturlands á Akranesi vill landlæknir undirstrika eftirfarandi: Atburðarás fyrrgreindrar fæðingar leiddi til þess að fæðingarstofnunin tilkynnti hana sem óvænt alvarlegt atvik til landlæknis eins og lög mæla fyrir um. Landlæknir skal rannsaka slík mál til að finna á þeim skýringar og tryggja eftir því sem kostur er að slík atvik eigi sér ekki aftur stað. Málið var rannsakað ítarlega sem leiddi til þeirrar faglegu niðurstöðu sem birtist í álitsgerð embættisins í júní 2012. Landlæknir beindi samtímis þeim tilmælum til heilbrigðisstofnunarinnar að Hlédís yrði boðuð til fundar þar sem farið yrði yfir atburðarásina, hún formlega beðin afsökunar á þeim mistökum og þeirri vanrækslu sem hún og nýfætt barn hennar urðu fyrir og skýrt fyrir henni til hvaða ráðstafana yrði gripið til að hindra að samskonar mistök og vanræksla endurtaki sig. Jafnframt var óskað greinargerðar til landlæknis um þær aðgerðir sem stofnunin hefði gripið til í kjölfar þessa atviks. Vegna umfjöllunar Kastljóss um rangfærslur í sjúkraskrá skal tekið fram að Heilbrigðisstofnun Vesturlands er ábyrgðar- og umsjónaraðili þeirrar sjúkraskrár sem um ræðir og getur gert á henni leiðréttingar skv. lögum um sjúkraskrár, sé sýnt fram á að upplýsingar í henni séu bersýnilega rangar eða villandi. Það er mat landlæknis að engir atburðir í þessu máli hafi verið þess eðlis að ástæða hafi verið fyrir embættið að kæra þá til lögreglu. Landlæknir beitir á hinn bóginn tilteknum lögbundnum eftirlitsúrræðum þegar við á gagnvart einstökum heilbrigðisstarfsmönnum sem vanrækja starfsskyldur sínar. Hlédísi var kunnugt um málsmeðferð embættisins og lagði sig fram um að aðstoða það við rannsókn þess. Hún miðaði að því að upplýsa málið og leitast við að koma í veg fyrir að slík atvik endurtaki sig. Niðurstaða embættisins er skýr: Heilbrigðisstarfsmönnum urðu á mistök og vanræksla við fæðingu barns Hlédísar. Þessari niðurstöðu hefur verið fylgt eftir af festu gagnvart stjórnendum sjúkrahússins og einstökum starfsmönnum.
Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíðarsýn okkar – Hvernig er lífið í loftslagsvænu samfélagi? Bótaskylda FS vegna E.coli veikinda viðurkennd Stormur fyrir norðan og skriðuhætta sunnan til Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Helgi biðst lausnar og fer í ráðuneytið Lögreglan leitar vitna að tveggja bíla árekstri Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Glæný könnun og hávaðarok víða um land Algjör undantekning að mörg skot þurfi til að fella dýrið Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Kölluð út eftir að skipverji slasaðist á hendi Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 „Hafi eitthvað borið í milli, þá bar í milli þar“ Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Sjá meira