Tónlist

Til heiðurs Biogen

Sigurbjörn Þorgrímsson lést árið 2011.
Sigurbjörn Þorgrímsson lést árið 2011.
Weirdcore-samsteypan og Möller-forlagið standa fyrir kvöldinu Babel á skemmtistaðnum Dolly laugardagskvöldið 23. febrúar næstkomandi. Babel er raftónlistarkvöld til heiðurs tónlistar- og listamanninum Sigurbirni Þorgrímssyni, sem var einnig þekktur undir nafninu Biogen, en hann lést árið 2011.

Sigurbjörn var einn af frumkvöðlum íslensku dans- og raftónlistarsenunnar, meðal annars sem meðlimur í reifsveitinni Ajax, og gaf út þrjár plötur. Babel var annað listamannsnafn hans.

Fram koma Futuregrapher & Árni Vector, Tanya & Marlon, Bix, Agzilla, Thizone, Beatmakin Troopa og Skurken, ásamt því að leikið verður listamannsspjall við Biogen eftir Hall Örn Árnason.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×