Hyundai og Kia innkalla 1,6 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 08:45 Árgerðir 2007 til 2011 af Hyundai Santa Fe verða innkallaðar Vegna bilunar í bremsuviðvörunarbúnaði. Tilkynnt var um stærstu innköllun af Hyundai og Kia bílum frá upphafi í gær, en alls verða innkallaðir 1,6 milljón bílar af árgerðum 2007 til 2011 af ýmsum gerðum. Kemur hún til viðbótar fyrri 700.000 bíla innköllun af sömu ástæðu árið 2009. Nú nær innköllunin til 1 milljónar Hyundai bíla og 620.000 Kia bíla. Ástæða innköllunarinnar er bilun í bremsuviðvörunarbúnaði. Bremsuljós aftan á bílunum eiga það til að lýsa ekki þó stigið sé á bremsur sem hæglega getur orsakað aftanákeyrslu. Brátt verður hafist handa við að innkalla þessa bíla en sökum þess að íhlutir fyrir svo marga bíla eru ekki framleiddir yfir nóttu verða bílarnir ekki kallaðir allir inn fyrr en í júní. Bílgerðirnar sem um ræðir eru árgerðin 2011 af Kia Optima, 2007-2010 af Kia Rondo, 2007 Kia Sedona, 2007-2011 Kia Sorento, 2010-2011 Kia Soul og 2007-2010 Kia Sportage. Einnig 2011 árgerð af Hyundai Sonata, 2007-2010 Hyundai Elantra, 2010-2011 Hyundai Genesis Coupe, 2007-2011 Hyundai Santa Fe, 2007-2009 Hyundai Tucson og 2008-2009 Hyundai Veracruz. Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent
Vegna bilunar í bremsuviðvörunarbúnaði. Tilkynnt var um stærstu innköllun af Hyundai og Kia bílum frá upphafi í gær, en alls verða innkallaðir 1,6 milljón bílar af árgerðum 2007 til 2011 af ýmsum gerðum. Kemur hún til viðbótar fyrri 700.000 bíla innköllun af sömu ástæðu árið 2009. Nú nær innköllunin til 1 milljónar Hyundai bíla og 620.000 Kia bíla. Ástæða innköllunarinnar er bilun í bremsuviðvörunarbúnaði. Bremsuljós aftan á bílunum eiga það til að lýsa ekki þó stigið sé á bremsur sem hæglega getur orsakað aftanákeyrslu. Brátt verður hafist handa við að innkalla þessa bíla en sökum þess að íhlutir fyrir svo marga bíla eru ekki framleiddir yfir nóttu verða bílarnir ekki kallaðir allir inn fyrr en í júní. Bílgerðirnar sem um ræðir eru árgerðin 2011 af Kia Optima, 2007-2010 af Kia Rondo, 2007 Kia Sedona, 2007-2011 Kia Sorento, 2010-2011 Kia Soul og 2007-2010 Kia Sportage. Einnig 2011 árgerð af Hyundai Sonata, 2007-2010 Hyundai Elantra, 2010-2011 Hyundai Genesis Coupe, 2007-2011 Hyundai Santa Fe, 2007-2009 Hyundai Tucson og 2008-2009 Hyundai Veracruz.
Mest lesið Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Borgarlínuvagnar þeir einu sem fái að aka Fríkirkju- og Skothúsveg Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi misnotað aðstöðu sína í aðdraganda kosninga Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent Unglingar í alvarlegum vanda fá nýtt húsnæði Innlent Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Erlent