Hyundai og Kia innkalla 1,6 milljón bíla Finnur Thorlacius skrifar 4. apríl 2013 08:45 Árgerðir 2007 til 2011 af Hyundai Santa Fe verða innkallaðar Vegna bilunar í bremsuviðvörunarbúnaði. Tilkynnt var um stærstu innköllun af Hyundai og Kia bílum frá upphafi í gær, en alls verða innkallaðir 1,6 milljón bílar af árgerðum 2007 til 2011 af ýmsum gerðum. Kemur hún til viðbótar fyrri 700.000 bíla innköllun af sömu ástæðu árið 2009. Nú nær innköllunin til 1 milljónar Hyundai bíla og 620.000 Kia bíla. Ástæða innköllunarinnar er bilun í bremsuviðvörunarbúnaði. Bremsuljós aftan á bílunum eiga það til að lýsa ekki þó stigið sé á bremsur sem hæglega getur orsakað aftanákeyrslu. Brátt verður hafist handa við að innkalla þessa bíla en sökum þess að íhlutir fyrir svo marga bíla eru ekki framleiddir yfir nóttu verða bílarnir ekki kallaðir allir inn fyrr en í júní. Bílgerðirnar sem um ræðir eru árgerðin 2011 af Kia Optima, 2007-2010 af Kia Rondo, 2007 Kia Sedona, 2007-2011 Kia Sorento, 2010-2011 Kia Soul og 2007-2010 Kia Sportage. Einnig 2011 árgerð af Hyundai Sonata, 2007-2010 Hyundai Elantra, 2010-2011 Hyundai Genesis Coupe, 2007-2011 Hyundai Santa Fe, 2007-2009 Hyundai Tucson og 2008-2009 Hyundai Veracruz. Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent
Vegna bilunar í bremsuviðvörunarbúnaði. Tilkynnt var um stærstu innköllun af Hyundai og Kia bílum frá upphafi í gær, en alls verða innkallaðir 1,6 milljón bílar af árgerðum 2007 til 2011 af ýmsum gerðum. Kemur hún til viðbótar fyrri 700.000 bíla innköllun af sömu ástæðu árið 2009. Nú nær innköllunin til 1 milljónar Hyundai bíla og 620.000 Kia bíla. Ástæða innköllunarinnar er bilun í bremsuviðvörunarbúnaði. Bremsuljós aftan á bílunum eiga það til að lýsa ekki þó stigið sé á bremsur sem hæglega getur orsakað aftanákeyrslu. Brátt verður hafist handa við að innkalla þessa bíla en sökum þess að íhlutir fyrir svo marga bíla eru ekki framleiddir yfir nóttu verða bílarnir ekki kallaðir allir inn fyrr en í júní. Bílgerðirnar sem um ræðir eru árgerðin 2011 af Kia Optima, 2007-2010 af Kia Rondo, 2007 Kia Sedona, 2007-2011 Kia Sorento, 2010-2011 Kia Soul og 2007-2010 Kia Sportage. Einnig 2011 árgerð af Hyundai Sonata, 2007-2010 Hyundai Elantra, 2010-2011 Hyundai Genesis Coupe, 2007-2011 Hyundai Santa Fe, 2007-2009 Hyundai Tucson og 2008-2009 Hyundai Veracruz.
Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Vandræðamál sem ríkisstjórnin fær í arf Innlent