Vildirðu láta opna bréfin þín? Ögmundur Jónasson skrifar 25. júní 2013 00:01 Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Á tímum Kalda stríðsins ástunduðu leyniþjónustur austantjalds að fylgjast svo vel með aðkomumönnum að bréf þeirra voru iðulega opnuð og skoðuð. Sama gilti um innlent fólk sem grunað var um að ógna öryggi ríkisins eins og það hét. Þetta þótti flestum ofbeldi af verstu sort og bera vott um litla virðingu fyrir mannréttindum. En þetta voru aðferðir eftirlitsþjóðfélagsins. Sjálfur hef ég heimsótt leyniþjónustustofnanir þar sem njósnir af þessu tagi eru stundaðar. Mér er minnisstætt að koma inn í herbergi þar sem sendibréf einstaklinga voru opnuð svo fagmannlega að engin verksummerki voru skilin eftir. Ég þurfti ekki að fara lengra en til Norðurlandanna til að kynnast slíku. Ég skal játa að mér hraus hugur við því þegar meirihluti virtist í uppsiglingu á Alþingi á síðasta kjörtímabili að við færum inn á sömu braut, stofnuðum leyniþjónustu og gæfum henni heimild til að njósna að vild! Fáir komast þó með tærnar þar sem bandaríska leyniþjónustan og Þjóðaröryggisstofnun Bandarikjanna hafa hælana þegar kemur að því að brjóta á fólki mannréttindi með persónunjósnum. Upplýst hefur verið um tvo Íslendinga sem án sinnar vitundar hafa í tvö ár verið undir sérstöku eftirliti af hálfu þessara aðila og í tilviki annars einstaklingsins hafi bandaríska leyniþjónustan skoðað allan tölvupóst hans, öll tölvugögn, þar með talið uppköst og færslur á bankareikningum, í stuttu máli allar upplýsingar sem viðkomandi einstaklingi tengdust og nálgast mátti í gegnum aðkomu hans á netinu.Eltir á röndum Kunnugir telja að ástæðan sé meint samskipti mannanna við Wikileaks, sem drýgði þann „glæp“ að koma á framfæri við fjölmiðla upplýsingum sem tengdust hernaðarvél Bandaríkjanna, þar á meðal myndum af grimmdarverkum Bandaríkjahers í Írak og Afganistan. Fyrir þessar sakir eru forsvarsmenn Wikileaks eltir á röndum og þá sérstaklega Julian Assange, sem bandaríska leyniþjónustan hefur hvað eftir annað reynt að egna fyrir til að koma honum undir lás og slá.Íslendingar beiti sér Sumarið 2011 átti að fá íslensk yfirvöld til fylgilags í þessum ljóta leik en það fór út um þúfur sem kunnugt er. Bandaríkjamönnum var bent á að án heimilda – sem þeir ekki höfðu – mættu þeir ekki sinna lögreglustörfum hér á landi. Nú hefur hins vegar komið á daginn að þeir þurfa ekki að stinga hér niður fæti til að njósna um íslenska ríkisborgara. Netfyrirtækin hafa verið skylduð til að láta bandarísku leyniþjónustunni upplýsingar í té ef öryggishagsmunir eru taldir vera í húfi. Fram hefur komið í skoðanakönnunum að almenningi líst ekki á blikuna, hvorki vestan hafs né austan. Hvernig ætti annað að vera eða vildir þú láta mannréttindabrjóta opna bréfin þín? Það er mín skoðun að Íslendingar eigi að beita sér í þeim átökum sem nú fara í hönd um mannréttindi í netheimum.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun