Evrópusambandið hlustar á Þjóðverja Finnur Thorlacius skrifar 22. október 2013 11:45 Í samsetningaverksmiðju BMW í Þýskalandi. Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla. Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent
Þau undur og stórmerki gerðust í síðustu viku að Evrópusambandið féll frá þeirri fyrri kröfu sinni að allir bílaframleiðendur litu kröfu um 95 g CO2 mengun bíla sinna að meðaltali árið 2020. Sú tala verður endurskoðuð og sett fram innan fárra vikna. Þýsku bílaframleiðendurnir Daimler Benz og BMW höfðu í rökstuðningi sínum bentu á að öllu stærri bílar þeirra en frönsku og ítölsku framleiðendanna myndu eiga í stórkostlegum vandræðum að hlýta þessari kröfu og fyrir vikið myndu tapast mörg störf í þeirra fyrirtækjum. Samhliða kröfunni um 95 g af CO2 máttu evrópskir bílar ekki eyða nema 4 lítrum á hundraðið að meðaltali og það hljómaði jafn illa í eyrum þýskra framleiðenda. Krafa Þjóðverjanna er ennfremur sú að þessum lágu tölum þyrfti ekki að hlýta fyrr en árið 2024, eða 4 árum seinna. Þýsku framleiðendurnir benda á að þeir séu tilbúnir til að hlýta ströngum kröfum um eyðslu og mengun, en markið hafi verið sett of hátt, eða öllu heldur of lágt! Þýsku framleiðendurnir fengu stuðning frá löndum eins og Bretlandi og Póllandi. Umhverfissinnar eru fokreiðir útí Evrópusambandið að hafa beygt sig fyrir Þjóðverjum og að þeir standi í vegi fyrir því að Evrópa taki forystuna í framleiðslu umhverfisvænna bíla.
Mest lesið Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Útilokar ekki að beita hervaldi til að ná Grænlandi Erlent Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Innlent Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent „Hann kom víða við og snerti marga“ Innlent Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis Innlent Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Innlent Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Innlent