Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 23. febrúar 2025 22:32 Tryggvi Helgason læknir starfar á Barnaspítala Hringsins. Hann segir áhyggjuefni hversu mörg börn taka melatónín hér á landi. Vísir/Bjarni Ríflega þrjú þúsund börn fengu lyfseðilsskyldan skammt af svefnlyfinu melatónín í fyrra. Gera má ráð fyrir að mun fleiri innbyrði efnið þar sem unnt er að kaupa það í minni skömmtum í matvöruverslunum án lyfseðils. Barnalæknir hefur áhyggjur af þróuninni og segir langtímaáhrif efnisins ekki liggja fyrir. Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“ Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira
Landlæknisembættið heldur utan um notkun lyfja sem eru lyfseðilsskyld og sýna gögn embættisins að þeim fjölgaði sem fengu melatónín síðastliðinn áratug. Á síðasta ári fengur 252 börn fimm ára og yngri lyfið og 2.855 börn á aldrinum sex til sautján ára. Fyrir tveimur árum varð breyting sem mögulega hafði áhrif á tölurnar. Þá úrskurðaði Lyfjastofnun að melatónín í lægri styrk en eitt milligramm á dag ætti að flokka sem fæðubótarefni í stað lyfs og því hægt að kaupa það í apótekum og matvöruverslunum. Mikilvægt að fylgjast með notkuninni Þannig er nú hægt að kaupa sprey, töflur og hlaup með melatónín í búðum hér á landi án lyfseðils. Magnið í einni töflu sem seld er inniheldur melatónín sem er tíu til þrjátíu sinnum meira en líkaminn framleiðir á einum sólarhring. Matvælastofnun hefur eftirlit með fæðubótarefnum og þar með melatóníni í verslunum. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni eru öll fæðubótarefni sem flutt eru inn skráð í einn tollflokk og því engar upplýsingar þar um það að finna hversu mikið af melatóníni er flutt til landsins. Þá er ómögulegt að vita hver kaupir efnin, hver fær þau og í hve miklu magni. Barnalæknir segir mikilvægt að fylgst sé vel með notkun melatóníns hjá börnum líka í lægsta styrkleika. „Þetta er efni sem hefur áhrif í líkamanum og þetta er í skömmtum sem eru ætlaðir fyrir börn og mér finnst bara sjálfsagt að yfirvöld séu með eftirlit með hver notkunin er og í hvaða hópi og svo framvegis. Af því að ef að við sjáum svo seinna að það séu virkilega áhrif sem við viljum ekki inn í framtíðina þá verðum við að geta fylgst með því og geta ráðlagt á réttan hátt,“ segir Tryggvi Helgason barnalæknir. Lítið vitað um langtímaáhrifin Tryggvi hefur áhyggjur af hversu mikið sé notað af lyfinu og segir ekki almennilega vitað hver langtímaáhrifin séu. „Til skemmri tíma má vel vera að þetta sé í lagi en við vitum ekkert endilega hvað þetta gerir og það eru ekki til almennilegar góðar rannsóknir um hvaða áhrif þetta hefur,“ segir Tryggvi. Þó sum börn þurfi á lyfjum sem þessu á halda eigi það ekki við öll börn sem taka lyfið. Foreldrar þurfi að hafa í huga að það sé eðlilegt að öll börn eigi stundum erfitt með svefn, það fylgi því að þroskast og ganga í gegnum hluti. „Þó það sé hópur sem þarf mögulega á þessu að halda er hann líklega stærri hópurinn sem notar það án þess að það sé endilega nauðsynlegt. Það er svo margt annað sem hægt er að gera áður en gripið er til lyfja og það eru kannski helstu skilaboðin að foreldrar eiga ekki að hafa lágan þröskuld. Foreldrar eiga að hafa háan þröskuld á því að nota lyf til þess að stýra börnunum sínum.“
Lyf Börn og uppeldi Mest lesið Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Innlent Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Innlent Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Innlent Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Innlent Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Innlent Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Erlent Viss um að Netflix vildi myndina en dómurinn féllst ekki á það Innlent Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Erlent Fleiri fréttir Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Fjölskylduharmleikur í Garðabæ: Áttræður faðirinn fékk hjartaáfall Þjófnaður, rúðubrot og líkamsárás Nemendurnir neita að fara í Tækniskólann Ferðamaður rændur og kortið notað fyrir tæpa milljón Sjá meira