Solla Eiríks: Lengi langað til að standa meira á haus Sara McMahon skrifar 22. október 2013 07:00 Sólveig Eiríksdóttir veitingamaður hefur staðið á haus á hverjum degi í meistaramánuði. Uppátækið hefur vakið mikla athygli. Fréttablaðið/stefán „Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“ Meistaramánuður Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira
„Það var stutt í átakið meistaramánuð og ég hugsaði með mér: Hvað langar mig að gera í meistaramánuði? Höfuðstaðan er uppáhaldsjógaæfingin mín og mig hefur lengi langað til að standa meira á haus, enda er það eitt af því sem mér finnst best að gera, en ég hef alltaf látið ytri aðstæður stoppa mig í því,“ segir Sólveig Eiríksdóttir, einnig þekkt sem Solla á veitingastaðnum Gló. Hún ákvað að taka virkan þátt í meistaramánuði og taka höfuðstöðuna daglega á meðan á átakinu stendur. Hún hefur svo birt myndir af gjörningnum á Instagram. Solla hefur meðal annars tekið jógastöðuna í miðri Kringlunni, í Bónus, inni í bókaverslun og uppi á borði á einum veitingastaða sinna. Hún segir fólk taka vel í uppátækið og að viðbrögð þess hafi að mestu leyti verið góð. „Ókunnugir hafa stoppað mig á förnum vegi og hrósað mér fyrir uppátækið, aðrir hafa beðið mig að kenna sér stöðuna. Ég fékk svo persónulegan póst frá tveimur konum sem hrósuðu mér, en lýstu að sama skapi yfir áhyggjum. Þær voru hræddar um að ég færi mér að voða. Mér þótti vænt um það.“ Eiginmaður Sollu tekur flestar myndirnar en hún á það til að fá ókunnuga til að aðstoða sig þegar hann er fjarri. „Oftast er það maðurinn minn sem tekur myndirnar, en þess á milli eru það bara hinir og þessir.“ Höfuðstaðan er ekki eina æfingin sem Solla gerir hér og þar, því þrisvar sinnum á dag gerir hún tíu hnébeygjur. „Ég hef þó látið vera að mynda þær,“ útskýrir hún. Solla segist vona að átakið ýti af stað nýju æði á borð við plankann sem fór um netheima sem eldur í sinu fyrir ekki margt löngu. „Mér skilst að fleiri hafi tekið upp á þessu og það er frábært, enda er höfuðstaðan sögð konungur jógaæfinganna.“
Meistaramánuður Mest lesið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Lífið Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Lífið Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Saga sagði já við Sturlu Lífið Barist um arfinn í Borgó Gagnrýni Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Lífið Fleiri fréttir Ekkert einvígi í Söngvakeppninni 2025 Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Kúkakallinn í Kópavogi rataði aftur í Kviss ársins Aron Kristinn og Lára eiga von á barni Anný Rós og Guðlaugur sjóðheitt par Snúin aftur á Instagram og kynnir nýjan þátt á Netflix Bjarni sveiflaði servíettunni af gleði Margir rugli saman áramótaheitum og markmiðum „Það eru fleiri með köggla en þú“ Lúxusíbúð Kára og Erlu til Bandaríkjamanna Fár fyrsta íslenska stuttmyndin á Disney+ Illa vegið að íslenskum bjór Arnarsson mætti rétt fyrir árslok „Ég þekki mann sem að móðgast yfir dagskránni á RÚV“ John Capodice er látinn Glænýtt par á glænýju ári Saga sagði já við Sturlu Atli Steinn genginn í það heilaga Tíu stiga frost stöðvaði ekki hugrakka landsmenn „Kattarkonan“ látin 84 ára að aldri Hersir og Rósa eiga von á barni Dans Laufeyjar kominn í Fortnite Stjörnu-barn á leiðinni Hödd Vilhjálms og Kjartan Vídó í kossaflensi Bein útsending: Nýársbingó Blökastsins Fólk tjáir sig um skaupið Komu saman til að fagna sjötugsafmæli Ingibjargar Sólrúnar Sagði barni að halda kjafti „Gæti stofnað nýjan stjórnmálaflokk og búið til podcast þátt“ Sjá meira