„Nú vaska ég kannski einu sinni upp“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2013 18:28 Róbert Aron í háloftunum með Fram. Mynd/Stefán Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara. Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira
Róbert Aron Hostert mun leika með karlaliði ÍBV í efstu deildinni í handboltanum á næstu leiktíð. Róbert Aron staðfestir þetta í samtali við Vísi í dag. „Það var bara gengið frá þessu í morgun," segir uppaldi Framarinn sem verið hefur undir smásjá erlendra félaga í sumar. Tíðindin koma nokkuð á óvart enda var fastlega búist við því að Róbert Aron myndi semja við félag á erlendri grund. „Ég fékk náttúrulega einhver tilboð að utan. Það ætti samt ekki að skemma fyrir mér að vera einn vetur í viðbót hérna heima," segir Róbert Aron. Hann ætlar að leggja höfuðáherslu á það með Eyjamönnum að stimpla sig inn sem leikstjórnandi. „Ég er með tilboð frá Þýskalandi um að spila á miðjunni á næsta ári," segir Róbert. Hann segist vilja styrkja sig í þeirri stöðu enda sé það ekki endilega hans sérstaða að stökkva upp og skjóta. Hann hafi ýmislegt fleira til brunns að bera þótt hann geti auðvitað leyst skyttustöðuna af hendi líka. Framarinn uppaldi segir mikinn metnað hjá Eyjamönnum og þjálfarateyminu. ÍBV vann sér sæti í efstu deild í vor og verður því nýliði í deildinni. Félagið samdi þó á dögunum við slóvenska línumanninn Matjaz Mlakar og virðist ætla sér stóra hluti. „Ég held að við munum spjara okkur og koma á óvart," segir Róbert Aron. Hann segir flutninginn til Eyja vera skref í að standa á eigin fótum og skipta um umhverfi. „Ég hef verið í Fram alla mína tíð og óska þeim alls hins besta," segir rétthenta skyttan og leikstjórnandinn. Hann segir að það verði stórt skref fyrir sig að búa einn og elda sinn eiginn mat. „Þá býr maður kannski til eitthvað annað en samlokur og vaska kannski einu sinni upp." Í samningi Róberts við Eyjamenn eru klausur sem gefa honum tækifæri á að semja við erlend félög á komandi tímabili. Því gæti svo farið að Róbert færi út á leiktíðinni sem hefst í september. Hann einbeitir sér þó fyrst að fremst að því að spila með ÍBV. En hvernig líst honum á að mæta Fram í Safamýrinni? „Við sjáum til. Ég veit ekki hvernig þetta verður. Ég er ennþá að átta mig á þessu," sagði Róbert Aron sem staddur var á heimili foreldra sinna spölkorn frá Safamýri, heimavelli Framara.
Íslenski handboltinn Mest lesið Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Körfubolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Sport Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Fótbolti Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Sport Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Fótbolti Fjármálastjórinn hágrét þegar hann gekk frá uppsögninni Fótbolti Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Fótbolti Fleiri fréttir Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Sjá meira