Sport

Bolt örugglega í úrslitin

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Usain Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi frá því í Berlín árið 2009.
Usain Bolt á heimsmetið í 100 metra hlaupi frá því í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty
Jamaíkamaðurinn Usain Bolt hafði ekki mikið fyrir því að tryggja sér sæti í úrslitum 100 metra hlaupsins á HM í Moskvu í dag.

Bolt skilaði sér í mark á 9,92 sekúndum og þykir sigurstranglegastur fyrir úrslitahlaupið í kvöld. Landi Bolt, Nickel Ashmeade, átti hraðasta tímann í undanúrslitum en hann hljóp á 9,90 sekúndum.

Úrslitahlaupið fer fram klukkan 17:50 að íslenskum tíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×