Meintur banamaður neitar að tjá sig um sakarefnið Helga Arnardóttir skrifar 9. maí 2013 18:39 Maðurinn sætir nú gæsluvarðhaldi á Litla Hrauni. Mynd/ E. Ól. Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu. Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut. Lögreglurannsókn hefur staðið yfir allt frá því á þriðjudagsmorgun þegar tilkynnt var til lögreglu að karlmaður hefði fundist látinn á svölum íbúðar sinnar að Blómvangi á Egilsstöðum. Hinn látni var 59 ára og hét Karl Jónsson. 24 ára karlmaður og nágranni hins látna var handtekinn sama morgun grunaður um verknaðinn en hann var þá staddur í íbúð sinni í sama húsi ásamt 22 ára barnsmóður og átta mánaða gömlu barni. Lögreglan á Eskifirði fer með rannsókn málsins en rætt hefur verið við allflesta íbúa í húsinu þar sem verknaðurinn átti sér stað. Vettvangsrannsókn er lokið og er unnið að því að greina öll sönnunargögn. Hinn grunaði hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald og fluttur til Reykjavíkur þar sem hann dvelur á Litla hrauni. Hann hefur kosið að tjá sig ekki um sakarefnið en hefur hvorki játað né neitað sök. „Þegar við höfum greint þessi gögn, farið yfir alla hluti og sett þetta allt saman þá munum við ræða við hann. Ef hann sjálfur kýs að ræða við okkur fyrir þann tíma mun hann gera vart við sig," segir Jónas Wilhelmsson Jensen yfirlögregluþjónn. Hann hefur því ekki verið yfirheyrður formlega fyrir utan skýrslutöku lögreglu áður en hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Krufningu hins látna er lokið og þykir ljóst að honum hafi blætt út vegna áverka sem hann hlaut. Fréttablaðið greinir frá því samkvæmt sínum heimildum að stór eldhúshnífur hafi fundist á morðvettvangi, hinn látni hafi verið með marga áverka, blóð hafi verið út um allt á vettvangi og ljóst hafi verið að árásin hafi verið ofsafengin en Jónas getur ekki staðfest þær fregnir. Hann segir að flest bendi til að hinn grunaði hafi orðið Karli Jónssyni að bana. Ekki sé ástæða til að ætla að annar hafi komið að málinu.
Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira