"Hvers vegna geta Bandaríkin ekki skapað sína eigin leikmenn?“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. ágúst 2013 21:00 Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. Geir sat fyrir svörum í bandaríska útvarpsþættinum Kick TV Talk sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu. Geir sagði það mikil vonbrigði að Aron hefði valið Bandaríkin og ákvörðun hans hefði komið honum á óvart. „Ég er hissa á vali hans eftir alla hans leiki með Íslandi og feril hans hingað til. Því erum við vonsviknir." Geir sagði miður að reglur FIFA heimili það að leikmenn geti á þennan hátt kosið að leika fyrir aðra þjóð þrátt fyrir takmörkuð tengsl og fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Aron hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að hann valdi Bandaríkin fram yfir Ísland. „Hann hefur ekki tjáð sig svo við vitum ekki enn hvers vegna hann valdi Bandaríkin. Við vitum ekki ástæðu valsins og þurfum að vita það," segir Geir. Hann vill meina að fjölmiðlaumfjöllun og framkoma Jürgen Klinsmann hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun Arons. „Þetta er pirrandi. Við erum 320 þúsund á Íslandi og þar af eru 20 þúsund knattspyrnuiðkendur. Ég skil ekki hvers vegna Bandaríkin, með hundruð þúsundir knattspyrnuiðkenda leita ekki inn á við og skapa sína eigin leikmenn." Geir finnst að Jürgen Klinsmann eigi fyrst og fremst að leita til þeirra leikmanna sem Bandaríkin hafa sjálf þróað í gegnum árin. Hægt er að hlusta á viðtalið við Geir í spilaranum hér að ofan Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segir afar pirrandi að Bandaríkin þurfi að leita til knattspyrnumanns hjá þjóð sem telur aðeins 320 þúsund manns. Geir sat fyrir svörum í bandaríska útvarpsþættinum Kick TV Talk sem sérhæfir sig í umfjöllun um knattspyrnu. Geir sagði það mikil vonbrigði að Aron hefði valið Bandaríkin og ákvörðun hans hefði komið honum á óvart. „Ég er hissa á vali hans eftir alla hans leiki með Íslandi og feril hans hingað til. Því erum við vonsviknir." Geir sagði miður að reglur FIFA heimili það að leikmenn geti á þennan hátt kosið að leika fyrir aðra þjóð þrátt fyrir takmörkuð tengsl og fjölda leikja með yngri landsliðum Íslands. Aron hefur ekki tjáð sig um ástæður þess að hann valdi Bandaríkin fram yfir Ísland. „Hann hefur ekki tjáð sig svo við vitum ekki enn hvers vegna hann valdi Bandaríkin. Við vitum ekki ástæðu valsins og þurfum að vita það," segir Geir. Hann vill meina að fjölmiðlaumfjöllun og framkoma Jürgen Klinsmann hafi klárlega haft áhrif á ákvörðun Arons. „Þetta er pirrandi. Við erum 320 þúsund á Íslandi og þar af eru 20 þúsund knattspyrnuiðkendur. Ég skil ekki hvers vegna Bandaríkin, með hundruð þúsundir knattspyrnuiðkenda leita ekki inn á við og skapa sína eigin leikmenn." Geir finnst að Jürgen Klinsmann eigi fyrst og fremst að leita til þeirra leikmanna sem Bandaríkin hafa sjálf þróað í gegnum árin. Hægt er að hlusta á viðtalið við Geir í spilaranum hér að ofan
Fótbolti Tengdar fréttir Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00 Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36 Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57 Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Sjá meira
Klinsmann vill velja Aron í landsliðið sem fyrst "Við erum mjög spenntir fyrir því að Aron hafi ákveðið að landsliðsframi sinn verði með Bandaríkjunum,“ segir Jurgen Klinsmann, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna. 31. júlí 2013 07:00
Yfirlýsing frá KSÍ: Aron Jóhannsson á að leika fyrir Ísland Knattspyrnusamband Íslands hefur sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar ákvörðunar Arons Jóhannssonar að spila fyrir landslið Bandaríkjanna í stað Íslands. 30. júlí 2013 13:36
Aron valdi bandaríska landsliðið Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson hefur sent frá sér tilkynningu um að hann ætli að leika með bandaríska landsliðinu í framtíðinni. 29. júlí 2013 10:57
Mun ekki tjá sig um ástæðuna Knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson tilkynnti í dag á Fésbókarsíðu sinni að hann hefði ákveðið að spila fyrir hönd Bandaríkjanna í framtíðinni. 29. júlí 2013 11:19