Dýrð Laugavegarins á hjóli Finnur Thorlacius skrifar 3. ágúst 2013 13:00 "Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli.“ myndir/finnur thorlacius Föstudaginn fyrir átta dögum naut greinarritari þess að hjóla leiðina fallegu, við annan mann, Arnþór Pálsson. Þann dag var veðrið á hálendinu með ólíkindum dásamlegt og sólin skein alla leiðina, hitinn vart undir 20 stigum nokkurs staðar á leiðinni og eins víðsýnt á fjöllum og kostur gefst. Segja má að ekki sé hægt að bjóða upp á meiri veislu fyrir náttúruunnendur, hvað þá ef sameina má hana krefjandi hjólatúr. Arnþór hafði nýlokið átta daga hjólakeppni sem liggur um austurrísku og ítölsku Alpana niður að Gardavatni, en var engu að síður á því að engin dagleið þar slái þessari leið við hvað fegurð varðar.800 manns á leiðinni hvern dag Lagt var af stað úr Garðabænum árla morguns og ekið í Landmannalaugar. Þar lék sólin við mýmarga gesti þessarar náttúruperlu, aðallega erlenda ferðamenn. Margir þeirra hafa eflaust verið að undirbúa göngu til Þórsmerkur, en flestir ganga þá leið á fjórum dögum og gista á leiðinni í skálunum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Emstrum. Á góðum sumardegi eru um 800 manns á göngu einhvers staðar á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur og kemur það alls ekki á óvart af reynslu þriggja hjólaferða á „Laugaveginum“ í ár, fyrra og sumarið þar á undan. Ákaflega gaman er að spjalla við það spræka fólk af öllum þjóðernum sem mætt er á leiðinni og verður margur þeirra hissa á þeirri hugmynd að hjóla þessa leið, enda víða sem ganga þarf undir hjólinu.Skemmtileg glíma við brekkurnar Margar brekkurnar leynast á leiðinni sem ógerningur er að hjóla upp og sumar hverjar einnig niður. Skemmtilegt er þó að glíma við að hjóla þær sem lengst upp og reynir þar vel á þol og tækni hjólreiðamanna. Nokkuð mikil hækkun er fyrsta legg leiðarinnar til Hrafntinnuskers, enda stendur skálinn þar í um 1.100 metra hæð. Stutt er síðan snjóa leysti umhverfis skálann og voru skaflar báðum megin við Hrafntinnusker sýnu stærri en undanfarin tvö sumur. Eru þeir illhjólanlegir en engu að síður mikið fjör að koma hratt að þeim og reyna að halda gripi sem lengst. Lætur þyngdarlögmálið og gripið þá stundum undan og hjól og knapi liggja flöt í snjónum við vænan hlátur ferðafélagans. Við margt má skemmta sér og keppnisskapið virkjað sem kostur er. Víða á leiðinni er þó troðningurinn þéttur undir fót/hjól og þá er gaman að vera á vel búnu hjóli en óvarlegt er að velja sér fararskjóta sem ekki er búinn dempara að framan sem dregur vel úr þeim misfellum sem farið er yfir.Litadýrðin engu lík Frá skálanum í Hrafntinnuskeri taka við fjölmargir gilskorningar sem fullir eru af snjó og þarf oft að stíga af hjólinu og teyma. Á þeirri leið eru litirnir í fjöllunum algerlega ógleymanlegir enda farið um eina af megineldsstöðvum landsins. Gul, rauð, græn og svört fjöll skiptast á og reka erlendir ferðamenn upp stór augu við þá litadýrð, sem og við heimamenn. Fallegasti staðurinn af mörgum á leiðinni blasir svo við á toppi Jökultungnanna sem fara þarf niður áður en komið er niður á sléttuna þar sem Álftavatnið fagra liggur. Þar blasir Eyjafjallajökull og Tindfjöllin við í allri sinni dýrð og sér þar fyrst alveg inn í Þórsmörk. Mögnuð sjón sem hér sést á mynd og litirnir úr öllum skala litrófsins. Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli. Ekki er það þó fyrir nema snjöllustu fjallabrunara að standa það allt og hefur greinarritari þó orðið vitni að slíku er fyrrverandi Íslandsmeistari í þeirri grein slóst með í för í fyrrasumar, Óliver Pálmarsson, sem þar sýndi sínar bestu hliðar og steig aldrei af hjólinu niður fjallið.Leiðin hálfnuð í Álftavatni Komið var í Álftavatn eftir þrjá og hálfan tíma. Tekur þá við auðveldasti og hraðfarnasti partur leiðarinnar og má velja um að hjóla stikuðu leiðina eða veg sem liggur að næsta skála við Emstrur. Stikaða leiðin er þó fallegri og farið um þrönga stíga. Ef keppt er um tíma er akvegurinn þó vænlegri, en hann var ekki valinn að þessu sinni. Leiðin liggur fram hjá skálanum í Hvanngili og þarf víða að vaða yfir ár á þessari leið, meðal þeirra Bratthálskvísl og Bláfjallakvísl. Ekki tekur því að fara úr skónum þegar þær eru þveraðar, enda væri það æði tímafrekt. Kaldaklofskvísl og Nyrðri-Emstruá eru þó brúaðar, enda oftast vatnsmeiri. Víða á þessari leið er undirlagið sendið og er það einn helsti óvinur hjólreiðamannsins og tekur heilmikið á.Seinfarnasti leggurinn Þegar komið er að skálanum við Emstrur eru 15 kílómetrar eftir og hefur sá kafli reynst sá seinfarnasti af þessum fjórum og á sandur þar stóran þátt. Heildarlækkun frá Emstrum í Þórsmörk er um 300 metrar en ekki nema 40 metrar frá Álftavatni að Emstruskála. Vegalengdin milli þeirra er sú sama, 15 kílómetrar, en samt er leiðin frá Emstruskála í Þórsmörk mun seinfarnari. Við það bætist að ef farin er öll leiðin á einum degi eru hjólreiðamenn eða hlauparar orðnir þreyttir og því er þessarar leiðar, sem víða er mjög falleg, oft ekki eins vel notið og þeirra fyrri. Það voru þreyttir en kátir hjólarar sem brunuðu með viljann einan að vopni upp brekkurnar frá Almenningum upp í Þórsmörk og komust á leiðarenda í Húsadal á sjö og hálfum klukkutíma. Fallegri dag á fjöllum er erfitt að minnast og aldrei að vita nema Laugavegurinn freisti aftur í sumar. Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira
Föstudaginn fyrir átta dögum naut greinarritari þess að hjóla leiðina fallegu, við annan mann, Arnþór Pálsson. Þann dag var veðrið á hálendinu með ólíkindum dásamlegt og sólin skein alla leiðina, hitinn vart undir 20 stigum nokkurs staðar á leiðinni og eins víðsýnt á fjöllum og kostur gefst. Segja má að ekki sé hægt að bjóða upp á meiri veislu fyrir náttúruunnendur, hvað þá ef sameina má hana krefjandi hjólatúr. Arnþór hafði nýlokið átta daga hjólakeppni sem liggur um austurrísku og ítölsku Alpana niður að Gardavatni, en var engu að síður á því að engin dagleið þar slái þessari leið við hvað fegurð varðar.800 manns á leiðinni hvern dag Lagt var af stað úr Garðabænum árla morguns og ekið í Landmannalaugar. Þar lék sólin við mýmarga gesti þessarar náttúruperlu, aðallega erlenda ferðamenn. Margir þeirra hafa eflaust verið að undirbúa göngu til Þórsmerkur, en flestir ganga þá leið á fjórum dögum og gista á leiðinni í skálunum í Hrafntinnuskeri, Álftavatni og Emstrum. Á góðum sumardegi eru um 800 manns á göngu einhvers staðar á leiðinni milli Landmannalauga og Þórsmerkur og kemur það alls ekki á óvart af reynslu þriggja hjólaferða á „Laugaveginum“ í ár, fyrra og sumarið þar á undan. Ákaflega gaman er að spjalla við það spræka fólk af öllum þjóðernum sem mætt er á leiðinni og verður margur þeirra hissa á þeirri hugmynd að hjóla þessa leið, enda víða sem ganga þarf undir hjólinu.Skemmtileg glíma við brekkurnar Margar brekkurnar leynast á leiðinni sem ógerningur er að hjóla upp og sumar hverjar einnig niður. Skemmtilegt er þó að glíma við að hjóla þær sem lengst upp og reynir þar vel á þol og tækni hjólreiðamanna. Nokkuð mikil hækkun er fyrsta legg leiðarinnar til Hrafntinnuskers, enda stendur skálinn þar í um 1.100 metra hæð. Stutt er síðan snjóa leysti umhverfis skálann og voru skaflar báðum megin við Hrafntinnusker sýnu stærri en undanfarin tvö sumur. Eru þeir illhjólanlegir en engu að síður mikið fjör að koma hratt að þeim og reyna að halda gripi sem lengst. Lætur þyngdarlögmálið og gripið þá stundum undan og hjól og knapi liggja flöt í snjónum við vænan hlátur ferðafélagans. Við margt má skemmta sér og keppnisskapið virkjað sem kostur er. Víða á leiðinni er þó troðningurinn þéttur undir fót/hjól og þá er gaman að vera á vel búnu hjóli en óvarlegt er að velja sér fararskjóta sem ekki er búinn dempara að framan sem dregur vel úr þeim misfellum sem farið er yfir.Litadýrðin engu lík Frá skálanum í Hrafntinnuskeri taka við fjölmargir gilskorningar sem fullir eru af snjó og þarf oft að stíga af hjólinu og teyma. Á þeirri leið eru litirnir í fjöllunum algerlega ógleymanlegir enda farið um eina af megineldsstöðvum landsins. Gul, rauð, græn og svört fjöll skiptast á og reka erlendir ferðamenn upp stór augu við þá litadýrð, sem og við heimamenn. Fallegasti staðurinn af mörgum á leiðinni blasir svo við á toppi Jökultungnanna sem fara þarf niður áður en komið er niður á sléttuna þar sem Álftavatnið fagra liggur. Þar blasir Eyjafjallajökull og Tindfjöllin við í allri sinni dýrð og sér þar fyrst alveg inn í Þórsmörk. Mögnuð sjón sem hér sést á mynd og litirnir úr öllum skala litrófsins. Reynir mjög á hæfni hjólreiðamanna að hjóla niður tungurnar og þjóðráð að lækka hnakkinn í lægstu stöðu til að lækka þyngdarpunktinn og komast með því hjá falli. Ekki er það þó fyrir nema snjöllustu fjallabrunara að standa það allt og hefur greinarritari þó orðið vitni að slíku er fyrrverandi Íslandsmeistari í þeirri grein slóst með í för í fyrrasumar, Óliver Pálmarsson, sem þar sýndi sínar bestu hliðar og steig aldrei af hjólinu niður fjallið.Leiðin hálfnuð í Álftavatni Komið var í Álftavatn eftir þrjá og hálfan tíma. Tekur þá við auðveldasti og hraðfarnasti partur leiðarinnar og má velja um að hjóla stikuðu leiðina eða veg sem liggur að næsta skála við Emstrur. Stikaða leiðin er þó fallegri og farið um þrönga stíga. Ef keppt er um tíma er akvegurinn þó vænlegri, en hann var ekki valinn að þessu sinni. Leiðin liggur fram hjá skálanum í Hvanngili og þarf víða að vaða yfir ár á þessari leið, meðal þeirra Bratthálskvísl og Bláfjallakvísl. Ekki tekur því að fara úr skónum þegar þær eru þveraðar, enda væri það æði tímafrekt. Kaldaklofskvísl og Nyrðri-Emstruá eru þó brúaðar, enda oftast vatnsmeiri. Víða á þessari leið er undirlagið sendið og er það einn helsti óvinur hjólreiðamannsins og tekur heilmikið á.Seinfarnasti leggurinn Þegar komið er að skálanum við Emstrur eru 15 kílómetrar eftir og hefur sá kafli reynst sá seinfarnasti af þessum fjórum og á sandur þar stóran þátt. Heildarlækkun frá Emstrum í Þórsmörk er um 300 metrar en ekki nema 40 metrar frá Álftavatni að Emstruskála. Vegalengdin milli þeirra er sú sama, 15 kílómetrar, en samt er leiðin frá Emstruskála í Þórsmörk mun seinfarnari. Við það bætist að ef farin er öll leiðin á einum degi eru hjólreiðamenn eða hlauparar orðnir þreyttir og því er þessarar leiðar, sem víða er mjög falleg, oft ekki eins vel notið og þeirra fyrri. Það voru þreyttir en kátir hjólarar sem brunuðu með viljann einan að vopni upp brekkurnar frá Almenningum upp í Þórsmörk og komust á leiðarenda í Húsadal á sjö og hálfum klukkutíma. Fallegri dag á fjöllum er erfitt að minnast og aldrei að vita nema Laugavegurinn freisti aftur í sumar.
Mest lesið Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Lífið Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Lífið Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Lífið „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Lífið Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Lífið Jiggly Caliente dragdrottning látin Lífið Halla og Biden hittust í útför páfans Lífið Björn plokkar í stað Höllu Lífið Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Lífið Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Lífið Fleiri fréttir Fékk hjartaáfall og missti 50 kíló Loksins, loksins unnu skáldin kvalara sína! Veittu verðlaun fyrir dónalegasta orðið á Íslandsmeistaramóti í skrafli Þórhildur og Hjalti eiga von á barni Jiggly Caliente dragdrottning látin „Prófið að plokka og sjáið árangurinn“ Björn plokkar í stað Höllu „Þetta er saga um sambandsslit tveggja vinkvenna“ Krakkatían: Pokémon, spænska og hjólreiðakeppni Halla og Biden hittust í útför páfans Á erfitt með að muna nöfnin á börnum vina sinna Fréttatía vikunnar: Frans páfi, Kaffi kjós og tónleikar Hildur Vala og Mikael Kaaber í aðalhlutverkum Moulin Rouge Vonast til að fá fullkomna sundlaug í Reykjadal Raf- og danstónlistarveisla í Austurbæjarbíó Ekkert sundfataatriði í Ungfrú Ísland unglinga Sérfræðingar deila um typpi refilsins en Sigríður Hagalín er búin að telja Ein glæsilegasta kona landsins á lausu Glæsihús á Seltjarnarnesi á 240 milljónir Fór í tvær lýtaaðgerðir á sama deginum Á eiginmann og kærasta og allir sáttir Öskurdrottningin Lar Park Lincoln er látin Sautján langveik börn fengu ferðastyrk Syngja Húsavík á Húsavík með stúlknakórnum Laufey og Júnía fögnuðu afmælisdeginum í Disney-garðinum Egill Logi Jónasson valinn bæjarlistamaður Akureyrar Frægustu vinslit Íslandssögunnar Stefán Einar og Sara Lind í sundur Bíllinn fannst þremur vikum eftir þjófnaðinn og þá lögfræðibók með Tólf og þrettán ára fatahönnuðir á Akureyri slá í gegn Sjá meira