Viðskipti innlent

45 milljóna sekt Sorpu staðfest

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Sveitarfélögin greiddu Sorpu lægra gjald en aðrir.
Sveitarfélögin greiddu Sorpu lægra gjald en aðrir. Mynd/ Vilhelm.
Áfrýjunarnefnd Samkeppnismála hefur staðfest ákvörðun Samkeppniseftirlitsins em sektaði SORPU bs. um 45 milljónir króna fyrir brot á samkeppnislögum.

Samkvæmt ákvörðuninni braut SORPA bs. (sem er byggðasamlag sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu) gegn samkeppnislögum með því að misnota markaðsráðandi stöðu sína á markaði fyrir flokkun og meðhöndlun úrgangs. Þetta gerði SORPA með því að veita eigendum sínum, það er sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, og Sorpstöð Suðurlands bs. hærri afslætti en öðrum viðskiptavinum, svo sem sorphirðufyrirtækjum, jafnvel þó fyrirtækin kæmu með meira magn af sorpi en sveitarfélögin í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Með heimild í samkeppnislögum beindi Samkeppniseftirlitið þeim fyrirmælum til SORPU að byggðasamlagið endurskoðaði gjaldskrá fyrir þjónustu sína og viðskiptasamninga sína í samræmi við ákvæði samkeppnislaga.

SORPA kærði ákvörðun Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála og krafðist aðallega ógildingar ákvörðunarinnar en til vara að sekt vegna brotsins yrði felld niður eða lækkuð verulega. Byggði fyrirtækið m.a. á því að starfsemi opinberra fyrirtækja eins og SORPU félli ekki undir samkeppnislög.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×