Hanna snjóbretti fyrir Nikita Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 21. mars 2013 09:30 Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Þær stöllur hlutu hvatningarverðlaun FKA í janúar fyrir að standa framarlega í íslensku viðskipta- og atvinnulífi, en vörur Tulipop seldar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. „Tulipop er ævintýraheimur, nánar tiltekið eyja þar sem 13 ólíkir karakterar búa. Við Helga höfum þróað úrval af skemmtilegum gjafavörum með þessum karakterum forgrunni eins og matarstell, ritafangalínu og lampa þar sem markmiðið er að ná til sem flestra aldurshópa. Einnig gáfum við út bókina Mánasöngvarann í samstarfi við rithöfundinn Margréti Örnólfsdóttir fyrir jólin þar sem persónurnar voru gæddar lífi", segir Signý Kolbeinsdóttir um hugmyndina á bak við Tulipop.Hér eru brettin til sýnis í ATMO á HönnunarMars.Hvernig kom samstarfið við Nikita til? „Ég hafði áður unnið nokkur „freelance" verkefni fyrir Nikita og við Helga ákváðum bara að spyrja hvort það væri ekki eitthvað sniðugt sem við gætum gert saman. Rúnar, sem er einn af stofnendum Nikita, stakk upp á snjóbrettum og við slógum til. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og við lítum á þetta sem gríðarlega stórt tækifæri fyrir Tulipop að komast inn á erlenda markaði."Signý og Helga, eigendur Tulipop.Hvar og hvenær verður hægt að kaupa brettin? „Þau verður hægt að kaupa næsta vetur en við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvar brettin verða seld. Nikita er nú í eigu sportvörurisans Amer Sport, sem er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi, þannig að brettin verða líklegast seld sem víðast í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Nikita vörurnar eru seldar í um 1500 búðum í 30 löndum, en það er ólíklegt að þau verði seld hér heima þar sem að starfsemi Nikita er alveg farin út fyrir landssteinanna."Brettin sem Tulipop hannaði fyrir Nikita eru litrík og falleg fyrir augað.Er eitthvað spennandi framundan hjá Tulipop? „Já, við erum að fara setja á markað nýjar týpur af melamine matarstellum sem hafa verið mjög vinsæl og svo ýmislegt sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. En það er óhætt að segja að það sé margt spennandi í pípunum og skemmtilegir tímar framundan." Hægt er að skoða meira um veröld Tulipop á tulipop.is og facebook.com/tulipop HönnunarMars Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Signý Kolbeinsdóttir og Helga Árnadóttir hafa rekið hönnunarfyrirtækið Tulipop frá árinu 2010. Þær stöllur hlutu hvatningarverðlaun FKA í janúar fyrir að standa framarlega í íslensku viðskipta- og atvinnulífi, en vörur Tulipop seldar á Íslandi og víðsvegar um Evrópu. Á HönnunarMars kynntu þær til leiks snjóbretti sem þær hönnuðu fyrir útivistarfyrirtækið Nikita. „Tulipop er ævintýraheimur, nánar tiltekið eyja þar sem 13 ólíkir karakterar búa. Við Helga höfum þróað úrval af skemmtilegum gjafavörum með þessum karakterum forgrunni eins og matarstell, ritafangalínu og lampa þar sem markmiðið er að ná til sem flestra aldurshópa. Einnig gáfum við út bókina Mánasöngvarann í samstarfi við rithöfundinn Margréti Örnólfsdóttir fyrir jólin þar sem persónurnar voru gæddar lífi", segir Signý Kolbeinsdóttir um hugmyndina á bak við Tulipop.Hér eru brettin til sýnis í ATMO á HönnunarMars.Hvernig kom samstarfið við Nikita til? „Ég hafði áður unnið nokkur „freelance" verkefni fyrir Nikita og við Helga ákváðum bara að spyrja hvort það væri ekki eitthvað sniðugt sem við gætum gert saman. Rúnar, sem er einn af stofnendum Nikita, stakk upp á snjóbrettum og við slógum til. Þetta var mjög skemmtilegt verkefni og við lítum á þetta sem gríðarlega stórt tækifæri fyrir Tulipop að komast inn á erlenda markaði."Signý og Helga, eigendur Tulipop.Hvar og hvenær verður hægt að kaupa brettin? „Þau verður hægt að kaupa næsta vetur en við vitum í rauninni ekki nákvæmlega hvar brettin verða seld. Nikita er nú í eigu sportvörurisans Amer Sport, sem er einn stærsti íþróttavöruframleiðandi í heimi, þannig að brettin verða líklegast seld sem víðast í Evrópu, Asíu og Bandaríkjunum. Nikita vörurnar eru seldar í um 1500 búðum í 30 löndum, en það er ólíklegt að þau verði seld hér heima þar sem að starfsemi Nikita er alveg farin út fyrir landssteinanna."Brettin sem Tulipop hannaði fyrir Nikita eru litrík og falleg fyrir augað.Er eitthvað spennandi framundan hjá Tulipop? „Já, við erum að fara setja á markað nýjar týpur af melamine matarstellum sem hafa verið mjög vinsæl og svo ýmislegt sem ekki er hægt að greina frá að svo stöddu. En það er óhætt að segja að það sé margt spennandi í pípunum og skemmtilegir tímar framundan." Hægt er að skoða meira um veröld Tulipop á tulipop.is og facebook.com/tulipop
HönnunarMars Mest lesið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum vampíruhryllingi Bíó og sjónvarp Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira