Innlent

Kampavínsklúbburinn Strawberries opnaður á ný

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Strawberries var lokað í síðasta mánuði eftir að nokkrir gestir staðarins voru handteknir vegna gruns um vændiskaup.
Strawberries var lokað í síðasta mánuði eftir að nokkrir gestir staðarins voru handteknir vegna gruns um vændiskaup. mynd/daníel
Kampavínsklúbburinn Strawberries við Lækjargötu hefur verið opnaður á ný, en staðnum var lokað í síðasta mánuði eftir að nokkrir gestir staðarins voru handteknir vegna gruns um vændiskaup.

Samkvæmt heimildum RÚV hefur lögreglan kyrrsett eignir að andvirði tuga milljóna króna en staðurinn er sagður enn með gilt rekstrarleyfi þrátt fyrir rannsóknina.

Þá hafi lögregla farið fram á það að staðnum verði lokað vegna brota á 4. grein laga um veitingastaði, en þar segir að veitingastöðum sé hvorki heimilt að bjóða upp á nektarsýningar né með öðrum hætti að gera út á nekt starfsmanna eða annarra sem á staðnum eru.


Tengdar fréttir

Verjandi segir vændi ekki stundað á Strawberries

Lögmaður eiganda kampavísins-klúbbsins Strawberries segir það vera af og frá að staðurinn og starfsmenn hans haft milligöngu um vændi eða hagnast af slíkri starsfemi. Á fimmta tug lögreglumanna tók þátt í umfangsmiklum aðgerðum lögreglunnar í gær.

Kampavínsstúlkur ekki starfsmenn

Eigandi Strawberries hefur kært gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Reykjavíkur til Hæstaréttar. Lögmaður eigandans segir kampavínsstúlkur ekki vera skilgreindar sem starfsmenn staðarins.

Óttast ekki að staðnum verði lokað

Eigandi kampavínsklúbbsins Crystal segir lögreglu hafa rannsakað starfsemi staðarins um nokkurt skeið. Hann óttast ekki að staðnum verði lokað,

Allir lausir nema eigandinn

Þrír starfsmenn kampavínsklúbbsins Strawberries eru lausir úr gæsluvarðhaldi, en eigandinn situr enn í gæsluvarðhaldi. Þetta segir Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×