Sóun orkuauðlinda Ólafur Teitur Guðnason skrifar 25. nóvember 2013 00:00 Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson Skoðun Hver er mannúð? – saga Amirs Toshiki Toma Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugleiðingar á páskum Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Gremjan í Grafarvogi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar Skoðun Móttaka skemmtiferðaskipa - hlustað á íbúa Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar Skoðun Þegar mannshjörtun mætast Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Kristján á Sprengisandi lendir í ágjöf Björn Ólafsson skrifar Skoðun Unglingar eiga skilið heildstætt mat frá framhaldsskólum Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Stöðvum glæpagengi á Íslandi Hjalti Vigfússon skrifar Skoðun Jafnlaunavottun - „Hverjir græða á jafnlaunavottun“ Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri sem fáir eru að ræða? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig húsnæðismarkað vill Viðskiptaráð? skrifar Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun Öll endurhæfing er í eðli sínu starfsendurhæfing Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun „Bíddu, varst þú ekki að biðja um þessa greiðslu?“ Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Rétta leiðin til endurreisnar menntakerfisins? Birgir Finnsson skrifar Skoðun Tvær dætur á Gaza - páskahugvekja Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Ef það líkist þjóðarmorði – þá er það þjóðarmorð! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Vinnustaðir fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar Skoðun Blóð, sviti og tár Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Ertu knúin/n fram af verðugleika eða óverðugleika? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Er hægt að stjórna bæjarfélagi með óskhyggju? Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Styrkleikar barna geta legið í öðru en að fá hæstu einkunnir Anna Maria Jónsdóttir skrifar Skoðun Listin við að fara sér hægt Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kosningar í stjórn Visku: Þitt atkvæði skiptir máli! Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Ábyrgð yfirvalda á innra mati á skólastarfi Anna Greta Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun.
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun
Skoðun Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson skrifar
Skoðun Námsfærni nemenda í íslenskum skólum: Eigum við að lækka rána? Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Snorri byggir skoðun á skólakerfinu á reynslusögum annarra en Guðrún vitnar í ritrýndar heimildir Davíð Routley skrifar
Skoðun Horft til einkunna og annarra þátta við innritun í framhaldsskóla Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar
Skoðun Enginn matur og næring án sérfræðiþekkingar Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Þjónustustefna sveitarfélaga: Formsatriði eða mikilvægt stjórntæki? Jón Hrói Finnsson skrifar
Samlokan á borðinu: Hugleiðingar á föstudeginn langaum sjónvarpsþættina Adolescence Skúli Ólafsson Skoðun