Sóun orkuauðlinda Ólafur Teitur Guðnason skrifar 25. nóvember 2013 00:00 Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Sjá meira
Jón Steinsson, dósent í hagfræði, hélt því nýverið fram í netpistli að aukin orkusala til álvera, fremur en um sæstreng fyrir fjórfalt hærra verð, fæli í sér sóun á orkuauðlindum þjóðarinnar. Af því að Jón beinir spjótum að orkusölu til álframleiðslu tel ég rétt að vekja athygli á tveimur atriðum, án þess að hér verði lagt nokkurt mat á fýsileika sæstrengs. Fyrra atriðið er býsna augljóst en virðist þó þurfa að minna á, nefnilega að viðskiptavinurinn sem Jón vill snúa sér til, sæstrengurinn, er ekki til. Landsvirkjun telur að hann komi varla til sögunnar fyrr en eftir tíu ár eða svo, reynist yfirleitt fýsilegt að leggja hann, fáist erlendir aðilar til að fjármagna hann og aðrir óvissuþættir gangi upp. Það væri dýrt að slá arðbær verkefni út af borðinu í heilan áratug á meðan þetta er athugað. Á meðan færi óvirkjað aflið í súginn sem töpuð tækifæri – glataður arður – því hér gildir vitaskuld annað en um endanlegar auðlindir á borð við námur eða olíulindir, sem alla jafna kostar ekkert að geyma til síðari tíma. Þennan fórnarkostnað, hinn tapaða arð, þyrfti Jón að taka með í reikninginn, það er ef það væri rétt hjá honum að valið stæði á milli sæstrengs og áliðnaðar. En svo er ekki. Hér komum við nefnilega að síðara atriðinu sem bent skal á: Það má vel gera hvort tveggja. Á haustfundi Landsvirkjunar kom fram að ætla má að sæstrengur taki ekki til sín nema um 10 prósent af þeirri óvirkjuðu orku sem undir öðrum kringumstæðum yrði seld til iðnaðar. Með öðrum orðum: álver í dag er fjarri því að útiloka sæstreng seinna. Rétt er að nefna að Jón dregur ekki í efa í grein sinni að aukin orkusala til áliðnaðar sé arðbær; hann telur aðeins að sæstrengur myndi gefa enn meira af sér (og vísar þar í ríkisstyrkt verð í Bretlandi). Hann lítur að vísu fram hjá því að álverin skiluðu þjóðarbúinu í fyrra litlum 60 milljörðum í gjaldeyristekjur af öðru en orkukaupum (það er með kaupum á annarri vöru og þjónustu, launagreiðslum og opinberum gjöldum) en látum duga hér að árétta að hann dregur ekki í efa að orkusalan sé arðbær þótt þessi ávinningur sé undanskilinn. Tillaga Jóns er því sú, að gera ekki arðbæra orkusölusamninga í dag, heldur bíða og sjá hvort kannski megi gera enn betri samninga eftir áratug, um lítinn hluta orkunnar, enda þótt vel sé hægt að gera hvort tveggja. Ég sé ekki betur en að þetta sé uppskrift að sóun.
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun