Tónlist

Partíþokan í síðasta sinn

Partíþokan verður haldin á Faktorý í síðasta sinn miðvikudagskvöldið 27. mars. Þar spila Jónas Sigurðsson, Prins Póló, Borko og Sin Fang. Partíþokan, sem hófst á Akureyri í október 2011, og teygði sig til Ísafjarðar, og þaðan til Seyðisfjarðar, er komin hringinn og ætlar að leggja árar í bát. Á tónleikunum hafa komið fram Jónas Sigurðsson, Ojba Rasta, Snorri Helgason, Prins Póló, Mr. Silla, Hugleikur Dagsson, FM Belfast, Sin Fang, Borko, Klysja, Úlfur Úlfur og Mammút. Styrkaraðilar hafa verið Rás 2 og Kraumur tónlistarsjóður.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.