Karlmenn eru í mestri hættu varðandi skotelda Heimir Már Pétursson skrifar 29. desember 2013 18:45 Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir. Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira
Karlmenn á öllum aldri eru í aðaláhættuhópnum þegar kemur að slysum vegna notkunar flugelda. Sérfræðingur í augnlækningum segir að á hverju ári verði nokkur mjög alvarleg slys sem jafnvel leiði til varanlegs sjónskaða. Flestir þeir sem verða fyrir alvarlegum skaða af völdum skotelda enda á bráðamóttökunni í Fossvogi hvort sem það er á gamlársdag eða allt fram á þrettándann. Gunnar Már Zoega augnlæknir þekkir verstu skaðana sem fólk verður fyrir að völdum flugelda. „Það er auðvitað stór hópur fólks sem leitar hingað á slysadeildina og hluti af þeim hópi kemur síðan til okkar augnlæknanna. Þótt augað sé stórkostlegt líffæri þá er mjög margt sem getur farið úrskeiðis þegar það verður fyrir flugeld. Allt frá minnihátar skaða sem gengur yfir með einfaldri meðferð yfir í mjög alvarlega og varanlegra skaða sem leiða í verstu tilfellunum til blindu,“ segir Gunnar Már. Um 40 prósent þeirra sem slasist af völdum flugelda fái langvarandi sjónskerðandi skaða. Hann segir miklar sveifur í þeim fjölda sem slasist alvarlega á hverju ári, allt frá einum til tveimur einstaklingum. „Til dæmis fyrir nokkrum árum voru átta fullorðnir karlmenn sem þurftu á augnlækni að halda eftir miðnætti á gamlárskvöld og enginn þeirra hafði verið með hlífðargleraugu. Þetta er einstakt ár hvað þetta varðar. Fyrir nokkrum árum var þetta fjöldi barna og táninga sem komu til augnlækna,“ segir Gunnar Már. Það er gaman að skjóta upp flugeldum og árlega skjóta Íslendingar upp flugeldum fyrir hundruð milljóna króna og ágóðinn rennur til góðs málefnis. En það eru aðallega karlmenn sem verða fyrir slysunum. Gunnar Már segir karlmennina skiptast í tvo hópa, unglingsstráka sem byrji að skjóta upp um leið og flugeldasalan hefst. „Og verstu slysin geta þá orðið þegar verið er að fikta við flugeldana, taka þá í sundur og búa til eitthvað sem ekki á að gera og síðan fullorðnir karlmenn á gamlárskvöld sem fylgja ekki leiðbeiningunum, gera eitthvað við flugeldana sem ekki á að gera og lenda þá í slysunum,“ segir Gunnar Már. Það sé því mikilvægt að fara varlega og fara eftir reglunum, þótt vissulega geti slysin gerst þrátt fyrir það. En ákaflega sjaldgæft sé að konur slasist vegna flugelda og Gunnar Már biðlar til mæðra og eiginkvenna skotglaðra karlmanna. „Kvenþjóðin er í lykilhlutverki að passa upp á okkur vil ég segja. Fylgjast með táningunum sínum dagana fyrir og eftir gamlársdag og síðan hugsa um eldri karlpeninginn á gamlárskvöld og sjá til þess að hann sé í skotheldu ástandi og það sé allt í lagi með þá þegar þeir byrja á þessu,“ segir Gunnar Már Zoega augnlæknir.
Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Tvær unglingsstúlkur í haldi: „Þetta er fólkið sem verið er að hagnýta“ Sjá meira