Konan sem slasaðist á Ingólfsfjalli í dag er komin í sjúkrabíl sem flytur hana á sjúkrastofnun. Það voru björgunarsveitarmenn í Árnessýslu og sjúkraflutningamenn frá Selfossi sem báru konuna niður úr fjallinu, á milli Hveragerðis og Selfoss.
Konan, sem var á vinsælli gönguleið í fjallinu, hrasaði í hálku og slasaðist á hné, og hugsanlega víðar, auk þess sem hún var köld. Aðstæður í fjallinu voru nokkuð erfiðar tilburðar þar sem nokkur hálka var í fjallinu og talsverður bratti. Því þurfti töluverða línuvinnu til að koma henni í öruggar hendur.
Rúmlega 30 manns tóku þátt í aðgerðinni.
Ekki er vitað um ástand konunnar.
Björgunarfélagið Eyvindur á Flúðum var einnig á ferðinni fyrr í dag til aðstoðar sjúkraflutningum við Geysi þar sem maður fótbrotnaði á þriðja tímanum í dag.
