Endaði á spítala eftir píptest Boði Logason skrifar 2. apríl 2013 10:12 Liðsmenn knattspyrnuliðs þreyta hér prófið. Myndin er úr safni. „Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti. Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
„Það sem mér finnst ámælisvert er að þetta skuli vera notað í grunnskólum. Eftir því sem ég hef kynnt mér þetta betur er þetta mjög erfitt próf," Stefán Hákonarson, faðir ungrar stúlku sem endaði á spítala vegna ofreynslu eftir svokallað píptest. Hann var í viðtali í þættinum Í bítið á Bylgjunni í morgun. Krakkar í grunnskóla eru látnir taka þetta próf í leikfimi nokkrum sinnum á önn. Það gengur út á að hlaupa 20 metra innan ákveðins tíma. Eftir því sem líður á prófið fá krakkarnir styttri tíma til að hlaupa vegalengdina. Krakkarnir hlaupa þar til þeir geta ekki meir, og fá hærri einkunn því lengur sem þeir hlaupa. Dóttir Stefáns fór í slíkt próf á dögunum, rétt eins og allir aðrir nemendur í flestum grunnskólum landsins. „Dóttir mín er keppnismanneskja og keyrði sig algjörlega út. Hún var ein eftir af stelpunum, sem hvöttu hana áfram. Síðan fékk hún góða einkunn, sem mér finnst ekki skipta neinu máli, en endaði upp á spítala. Þegar það er hringt í okkur frá hjúkrunarfræðingi skólans og við beðin um að sækja hana, þá var hún ólík sjálfri sér. Gat ekki talað, var með sjóntruflanir, gríðarlegan höfuðverk og leið mjög illa. Við náðum engu sambandi við hana, það var ekkert annað hjá okkur að gera en að keyra upp á Borgarspítala með hana," segir Stefán. Þar var hún allan daginn í rannsóknum, en fékk að fara heim klukkan 22 um kvöldið. „Niðurstaðan var sú að þetta píptest, þessi mikla áreynsla, hefði framkallað í henni undirliggjandi hugsanlegt mígreni," segir Stefán. „Ég mun gera allt til að koma þessu út úr námskrá. Læknar og hjúkrunarfræðingar sögðu við okkur: Já er þetta eitt píptest. Þetta er þekkt dæmi. Einn af þessum sérfræðingum, sagði við okkur: Það er líka hinn vinkillinn á þessu, það eru þeir sem eru ekki fit. Krakkar sem eru ekki í neinni þjálfun, fara í þetta próf og þau kannski komast eina eða tvær ferðir, þá er komið ákveðin ástæða til eineltis því við vitum hvernig krakkar eru," segir hann. Stefán segist einnig hafa rætt við íþróttafræðing og hefur eftir honum: „Það er fráleitt að nota þetta próf til einkunnargjafar. Um er að ræða hámarkspróf, til að mæla hámarkssúrefnisupptöku eða finna út svokallaða þoltölu hvers og eins. Prófið er því einstaklingsmiðað og allur samburður er fráleiddur. Enginn ætti að fara í hámarkspróf fyrr en eftir góða þjálfun, það þarf líka góða upphitun og andlegan undirbúning," hefur Stefán eftir íþróttafræðing.Viðtalið við Stefán má hlusta á í meðfylgjandi hljóðbroti.
Tengdar fréttir Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40 "Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Vill prófin út úr námsskrá grunnskóla "Ég hélt að hún væri að fá heilablóðfall," segir faðir stúlku sem endaði á spítala eftir þolpróf í skólaleikfimi. Hann vill prófin út úr skólakerfinu og íþróttafræðingur tekur undir að fara þurfi varlega í þau. 2. apríl 2013 18:40
"Kvíðaeinkenni geta komið fram í hvaða prófi sem er" "Ég held að yfirhöfuð sé ekkert frekar verið að ofnota píptest frekar en önnur próf. Ég veit dæmi þess að sumir sofi nær ekkert nóttina fyrir próf og eru með þvílíkan kvíða. Ég held að oftar en ekki geri einstaklingar sjálfir of miklar kröfur til sín," segir Guðrún Valgerður Ásgeirsdóttir, formaður Íþróttakennarafélags Íslands. 2. apríl 2013 19:13