Milljarðagjöf Mikael Torfason skrifar 18. nóvember 2013 00:00 Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mikael Torfason Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Makríll verður settur í kvótakerfi á næsta ári samkvæmt Sigurði Inga Jóhannssyni sjávarútvegsráðherra, en á Stöð 2 fyrir viku sagði hann að veiðiheimildir yrðu miðaðar við aflareynslu skipa og þær yrðu með frjálsu framsali. Á mannamáli gæti þetta þýtt að líklega fá útgerðarmenn makrílkvóta nánast frítt og geta selt hann og veðsett eftir hentisemi. Jón Steinsson, dósent í hagfræði við Columbia-háskóla í New York, ritaði grein í Fréttablaðið á laugardag og bar upp mjög einfalda spurningu fyrir sjávarútvegsráðherra: ,,Hvað er það sem mælir gegn því að nýútgefinn makrílkvóti verði boðinn upp?“ Það er nefnilega þannig að þarf ekki að vera samasemmerki á milli kvótakerfis og gjafakvóta. Kvótakerfið sem slíkt er ágætt og „hefur sýnt sig að vera gríðarlega þjóðhagslega hagkvæmt,“ svo vitnað sé í orð ráðherra sem segir margar þjóðir horfa „með aðdáunar- og öfundaraugum til okkar hvað það varðar“. Hingað til hafa makrílveiðar staðið utan kvótakerfis og í grein sem Kristinn H. Gunnarsson, fyrrverandi alþingismaður, skrifaði í Fréttablaðið segir að frá 2010 hafi útflutningsverðmætið numið 70 milljörðum króna. Samkvæmt hans útreikningum ætti hagnaður útgerðanna af þessum veiðum að nema 45 milljörðum. Eflaust er hægt að rífast um þá tölu en greiðslur fyrir veiðiréttinn til ríkisins eru aðeins 2,4 milljarðar á þessum árum samkvæmt Kristni. Fyrirkomulagið er þannig að ráðherra hefur til þessa gefið út heildaraflamark og hafa mjög ólík skip haldið til veiða, frá hafi og upp í fjöruborð nánast, eins og komið hefur fram í fréttum. Í ráðuneytinu er nú verið að leita að ásættanlegri lausn um úthlutun kvóta á makríl og hefur ráðherra leitað eftir „samráði við útgerðarmenn“, jafnt stóra sem smáa. Jón Steinsson segir í grein sinni að auðvitað eigi makríll að fara inn í kvótakerfið en hann vill að leitað sé samráðs við þjóðina líka. Það að úthluta makrílkvóta með gamla laginu færir örfáum fyrirtækjum tugi milljarða á silfurfati. Jón segir að ráðherra hafi ekki haft samráð við skattgreiðendur eða sjúklinga á Landspítalanum. „Sátt“ í sjávarútvegsmálum snúist fyrst og síðast um að „útgerðarmenn séu sáttir og að þjóðin sé ávallt aukaatriði í því sambandi“. Auðvitað á að bjóða makrílkvóta hæstbjóðanda. Þetta eru verðmæti sem sjávarútvegsráðherra á að selja fyrir hönd þjóðarinnar. Þannig næst sátt við þjóðina um kvótakerfið sem er jú ágætis kerfi þegar öllu er á botninn hvolft. Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra er sjávarútvegsráðherra Íslendinga allra en ekki bara sjávarútvegsráðherra útgerðarmanna. Jón Steinsson bendir á annan áhugaverðan punkt í grein sinni og það er að „sjávarútvegsfyrirtækin sem veitt hafa makríl á síðustu árum hafa að mestu getað notað þau skip og þann tækjabúnað sem þau áttu hvort sem er og var ekki fullnýttur þar sem veiðar á uppsjávarfirski eiga sér stað í skorpum. Makríll var hreinn bónus fyrir uppsjávarfyrirtækin sem var hægt að sækja í milli þess sem þau sóttu í loðnu og síld“. Fjárfesting fyrirtækjanna er því óveruleg og engin rök sem mæla með því að gefa örfáum sægreifum milljarða í formi makrílkvóta.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar