Adolf Ingi á ströndinni með klappstýrum Kristján Hjálmarsson skrifar 31. maí 2013 13:00 Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng. Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira
Adolf Ingi Erlingsson verður með innslög frá Evrópumótinu í strandhandbolta á vef Evrópska handboltasambandsins í sumar. Dolli, eins og hann er oftast kallaður, hefur farið á kostum í óhefðbundinni umfjöllun sinni frá stórmótum í handbolta og er skemmst að minnast þess þegar hann bað norsku stórskyttuna Gro Hammerseng að sýna á sér magavöðvana eftir leik gegn Svíum á EM. „Þetta verður í fyrsta skipti sem ég sé strandhandbolta,“ segir Dolli og skellir upp úr. „Þetta verður rosa stuð. Mótshaldarar gera þetta eins og með strandblakið - það verður diskótekari sem heldur uppi fjörinu, klappstýrur og læti. Ef veðrið verður gott verður þetta ábyggilega mikið fjör en ef það verður rigning verður fjörið ekki jafn mikið.“ Evrópumótið í strandhandbolta fer fram í Herring í Danmörku dagana 8. - 15. júlí. Átta lið í karla- og kvennaflokki eru skráð til leiks. Reglurnar eru svipaðar og í hefðbundnum handbolta, þó er ekki hægt að drippla boltanum auk þess sem boltinn er minni og mýkri. Starfs síns vegna hefur Dolli þurft að kynna sér hinar ýmsu íþróttir en hann segir strandhandboltann ekki þá skrýtnustu. „Ég á eftir að kynna mér þetta almennilega - ég veit ekkert hvað ég er að fara út í ,“ segir Dolli. „Innanhússhjólreiðarnar eru hins vegar skrýtnasta íþróttin. Það eru mjög furðurlegar reglur í þeim.“ Dolli er að vonum spenntur fyrir mótinu. „Ætlunin er að við Guðni, sem fer með mér, verðum með einhver skemmtilegheit. Þetta er ekki alveg eins formlegt og hin mótin og ég held að það verði meira fjör þarna,“ segir Dolli. „Ég er mjög spenntur fyrir þessu. Ég vona bara að danska sumarið verði gott og maður geti verið í stuttbuxum með sólgleraugu en ekki í pollagalla í blautum sandinum.“ Í meðfylgjandi myndbandi má sjá viðtal Dolla við Gro Hammerseng.
Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Hvalveiðilögin barn síns tíma Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Sjá meira