Innlent

Íslenskar torrent-síður hýsa mjög gróft klám

mlþ skrifar
Þetta er skjáskot þar sem sjá má að nauðgun ungrar konu er dreift víða á milli íslenskra notenda.
Þetta er skjáskot þar sem sjá má að nauðgun ungrar konu er dreift víða á milli íslenskra notenda.

Töluverðu magni af grófu klámefni er dreift á íslenskum torrent-síðum. Slíkt er ólöglegt en þrátt fyrir það getur kynferðisbrotadeild lögreglu ekki komið í veg fyrir dreifinguna vegna skorts á fjármagni. Það reynist þeim einnig erfitt vegna þess að íslensku síðurnar eru flestar vistaðar erlendis.

Til eru nokkrar íslenskar torrent-síður. Síðunum er ætlað að auðvelda aðgengi Íslendinga að afþreyingarefni. Síðurnar eru á íslensku og notendur þeirra og stjórnendur eru Íslendingar. Allt efni inni á síðunum er því efni sem gengur á milli Íslendinga, frá einni tölvu í aðra, innanlands. Mun hagkvæmara er fyrir Íslendinga að notast við niðurhal á slíkum síðum þar sem erlendur gagnaflutningur eru dýr.

„Við getum lítið gert þegar þetta heyrir ekki undir okkar lögsögu og það er miður. Það er einnig mjög takmarkað hvað fáliðuð lögregla getur gert til þess að sporna við þessari þróun,“ segir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglu.

Á vefsíðunni deildu.net má sjá lista yfir þær skrár sem hafa fengið mest niðurhal. Á meðal þeirra er myndbrot af grófri misnotkun gegn tékkneskri konu. Björgvin segir það sorglegt að slíku efni sé dreift án þess að nokkuð sé hægt að gera. „Við höfum heimild til þess að stöðva efni á borð við þetta, ef viðkomandi kærir birtingu þess. Þar sem þetta er erlend kona er nær útilokað fyrir okkur að aðhafast,“ segir Björgvin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×