Innlent

Huang Nubo með einkakokk á Everest

Kínverski auðkýfingurinn Huang Nubo, sem ætti að vera Íslendingum vel kunnugur, er nú á leiðinni á Everest í annað sinn.

Leifur Örn Svavarsson, segir frá þessu á heimasíðu sinni í dag, en sjálfur er hann á leiðinni á toppinn. Á síðunni segir að fjölmennur hópur fylgi Nubo á toppinn, álíka margir og eru með 13 manna hópnum sem Leifur er í. Hann er með kokka og mikið af súrefni til þess að gera gönguna sem auðveldasta.

„Þegar hann fór á toppinn í fyrsta sinn þá lagði hann af stað um miðja nótt í svarta myrkri með fullt af sherpum og helling af súrefni. Gangan gekk það vel fyrir sig að hann náði toppnum fyrir sólarupprás en hann var það snemma á ferðinni að hann þurfti að snúa við aftur af toppnum í myrkri án þess að ná mynd á toppnum. Nú ætlar hann semsagt að fara aftur til þess að ná mynd af sér á toppi veraldar,“ segir Leifur á síðu sinni.

Þá kemur einnig fram á síðunni að Nubo lætur leggja alltar línur fyrir sig, þar sem hann treysti ekki línunum sem gönguhópar nota.

Huang Nubo er Íslendingum vel kunnugur eftir að hann ætlaði að kaupa Grímstaði á fjöllum.

Hægt er að fylgjast með göngu Leifs Arnar á heimasíðu hans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×