Olía við Ísland Sævar Þór Jónsson skrifar 4. maí 2013 06:00 Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sævar Þór Jónsson Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Ólögleg meðvirkni lækna Teitur Ari Theodórsson Skoðun Verklausi milljónakennarinn Þórunn Sveinbjarnardóttir Skoðun Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun Afleiðingar verkfallsaðgerða á minnstu börnin - krafa um svör Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Skoðun Vitsmunaleg vanstilling í boði ungra Sjálfstæðiskvenna Erna Mist skrifar Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Kyrrstöðuna verður að rjúfa! Lausn fyrir verðandi innviðaráðherra Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Íslenskan og menningararfurinn Sólveig Dagmar Þórisdóttir skrifar Skoðun Mannúðlegri úrræði Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Læknar á landsbyggðinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Íslensk verðtrygging á mannamáli! Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Varðhundar kerfisins Lára Herborg Ólafsdóttir skrifar Skoðun Mótum stefnu um iðn- og tæknimenntun á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Kolkrabbinn og fjármálafjötrar Íslands Ágústa Árnadóttir skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur mikil umræða verið um olíuleit á íslenska landgrunninu og hefur m.a. verið fjallað um skattlagningu á slíkri starfsemi. Olíuleitarfyrirtæki hafa gagnrýnt fyrirkomulag skattlagningar og gert kröfur um breytingar. Á sínum tíma var undirritaður fenginn til að vinna grunnathugun á því hvernig skattlagningu á olíuvinnslufyrirtækjum væri háttað hjá öðrum ríkjum og var m.a. í því litið til Kanada en þar eru aðstæður svipaðar og við Íslandsstrendur. Einnig eru vinnsluaðferðir áþekkar þeim sem nota á hér á landi. Enn er þó langt í land að vinnsla fari af stað af fullri alvöru og skulu menn ekki vanmeta þá miklu vinnu sem er fram undan í rannsóknum og tilraunaborunum. Í upphafi sjöunda áratugar síðustu aldar var byrjað að leita að olíu á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador. Boraðar voru 132 tilraunaholur áður en vinnanleg olía fannst en til samanburðar hafa verið boraðar 3.500 tilraunaholur í Norðursjó og hafa 200 gefið af sér vinnanlega olíu. Rannsóknir á hafsvæðinu í kringum Nýfundnaland og Labrador héldu áfram út sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar en það var ekki fyrr en í byrjun níunda áratugarins sem olíuvinnsla byrjaði af fullum krafti.Ótroðnar slóðir Kanadamenn ákváðu að fara ótroðnar slóðir í skattlagningu á þessu sviði og var yfirvöldum þar í landi veitt sérstök lagaheimild til þess að gera sérsamninga við hvert olíuleitarfyrirtæki þar sem kveðið var á um hlutfall og fyrirkomulag álagningar. Með þessu var tekið mið af mismunandi aðstæðum hvers og eins, s.s. því hversu mikla olíu er hægt að vinna úr hverri auðlind og hversu miklum fjármunum talið er að viðkomandi fyrirtæki þurfi að eyða í fjárfestingar. Með þessu hafa Kanadamenn getað komið til móts við fyrirtækin og fengið sanngjarna hlutdeild í ágóðanum og um leið gert olíuvinnslu meira aðlagandi fyrir erlenda fjárfesta. Er ljóst að íslensk stjórnvöld líkt og þau kanadísku þurfa að taka meira tillit til krafna olíufyrirtækja um að skattlagning endurspegli líka kostnaðinn og áhættuna fyrir fyrirtækin sjálf. Það sem við getum lært af Kanadamönnum er að hægt er að fara fleiri en eina leið, þ.e.a.s. við getum sett upp sveigjanlegt kerfi sem tekur mið af mismunandi þáttum í stað þess að einblína á að velja einhvern einn farveg líkt og umræðan hefur látið stjórnast af hingað til. Til samanburðar má nefna olíuvinnslu á svæði við Kanada sem kallast Hibernia-svæðið. Þar var gerður sérsamningur við olíuvinnslufyrirtæki um skattheimtu og voru fyrirtækjunum sett mörk með hversu miklu af rekstrarkostnaði þau fengju að gjaldfæra í rekstri sínum en ýmis afsláttur var svo gefinn með tilliti til aðstæðna. Mikilvægt er að við drögum lærdóm af því sem önnur ríki í sömu aðstæðum og Íslendingar hafa gert enda ljóst að þegar kemur að olíuleit og framleiðslu þá er um mjög tímafreka og kostnaðarsama grein að ræða en ávinningurinn getur að sama skapi verið mikill.
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lítið gert úr áhyggjum íbúa Ölfuss og annarra landsmanna Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Stýrir gervigreind málflutningi stjórnmálamanna og semur stefnur stjórnmálaflokkanna? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Dálkur Kristrúnar í bak Dags B. var ekki mistök, heldur vísvitandi niðrun Ole Anton Bieltvedt Skoðun