Útlendingar eiga innan við 1,5 prósent jarða á Íslandi Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 15. febrúar 2013 06:00 Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni frumvarp sem gerir það að kröfu að fólk utan hins Evrópska efnahagssvæðis (EES) þurfi að vera íslenskir ríkisborgarar til að kaupa land á Íslandi. Þá er reglugerð í undirbúningi sem kveður á um að borgarar innan EES-svæðisins geti aðeins keypt hér á landi með því skilyrði að einhver efnahagsstarfsemi fari fram á jörðunum. Ögmundur segir að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að útlendingar geti sankað að sér jörðum. „Þú getir ekki einfaldlega verið að safna hér jörðum bara til að safna jörðum og láta eins og þú lifir á tunglinu. Komir af og til á jarðirnar og síðan dofnar smám saman yfir byggðinni vegna þess að það er engin efnahagsstarfsemi sem fylgir eignarhaldinu.“ Jarðir að fullu í eigu útlendinga eru 28 talsins, eða 0,37 prósent allra jarða, og að auki eiga þeir hluta í 73 jörðum, eða 1,33 prósentum allra jarða. Samtals eiga þeir, að fullu eða hluta, 101 jörð. Þetta þarf þó ekki að vera tæmandi listi þar sem útlendingar geta átt í eignarhaldsfélögum. Langflest þeirra eiga aðeins eina jörð. Magnús Leópoldsson fasteignasali segir örfá tilvik koma upp árlega þar sem útlendingar kaupa jarðir. Langoftast séu það menn sem eru mjög tengdir Íslandi, hafa komið árum saman til veiða, svo dæmi sé nefnt. Ögmundur segir líka mikilvægt að taka á jarðasöfnun einstaklinga. Auðmenn safni að sér jörðum og þurfi ekki að horfa í peninginn sem hækki jarðaverð. „Það hefur orðið verðsprenging á landi af völdum auðmenna, ekki bara erlendra heldur innlendra líka. Þetta hefur keyrt úr hófi fram og gert það að verkum að það hefur reynst mjög erfitt fyrir fjölskyldur sem vilja halda bújörðum í landbúnaði að gera nákvæmlega það.“ Magnús segist ekki kannast við jarðasöfnun. Helst hafi það verið fyrirtækið Lífsval, en Landsbankinn er nú að selja jarðir þess. „Ég hef í 28 ár verið að selja jarðir og ég veit ekki um neinn sem safnar þeim. Ég teldi það þvert á móti vera kost hjá sumum að kaupa sér meira land.“ Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira
Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra hefur kynnt ríkisstjórninni frumvarp sem gerir það að kröfu að fólk utan hins Evrópska efnahagssvæðis (EES) þurfi að vera íslenskir ríkisborgarar til að kaupa land á Íslandi. Þá er reglugerð í undirbúningi sem kveður á um að borgarar innan EES-svæðisins geti aðeins keypt hér á landi með því skilyrði að einhver efnahagsstarfsemi fari fram á jörðunum. Ögmundur segir að með þessu sé verið að koma í veg fyrir að útlendingar geti sankað að sér jörðum. „Þú getir ekki einfaldlega verið að safna hér jörðum bara til að safna jörðum og láta eins og þú lifir á tunglinu. Komir af og til á jarðirnar og síðan dofnar smám saman yfir byggðinni vegna þess að það er engin efnahagsstarfsemi sem fylgir eignarhaldinu.“ Jarðir að fullu í eigu útlendinga eru 28 talsins, eða 0,37 prósent allra jarða, og að auki eiga þeir hluta í 73 jörðum, eða 1,33 prósentum allra jarða. Samtals eiga þeir, að fullu eða hluta, 101 jörð. Þetta þarf þó ekki að vera tæmandi listi þar sem útlendingar geta átt í eignarhaldsfélögum. Langflest þeirra eiga aðeins eina jörð. Magnús Leópoldsson fasteignasali segir örfá tilvik koma upp árlega þar sem útlendingar kaupa jarðir. Langoftast séu það menn sem eru mjög tengdir Íslandi, hafa komið árum saman til veiða, svo dæmi sé nefnt. Ögmundur segir líka mikilvægt að taka á jarðasöfnun einstaklinga. Auðmenn safni að sér jörðum og þurfi ekki að horfa í peninginn sem hækki jarðaverð. „Það hefur orðið verðsprenging á landi af völdum auðmenna, ekki bara erlendra heldur innlendra líka. Þetta hefur keyrt úr hófi fram og gert það að verkum að það hefur reynst mjög erfitt fyrir fjölskyldur sem vilja halda bújörðum í landbúnaði að gera nákvæmlega það.“ Magnús segist ekki kannast við jarðasöfnun. Helst hafi það verið fyrirtækið Lífsval, en Landsbankinn er nú að selja jarðir þess. „Ég hef í 28 ár verið að selja jarðir og ég veit ekki um neinn sem safnar þeim. Ég teldi það þvert á móti vera kost hjá sumum að kaupa sér meira land.“
Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Fleiri fréttir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Sjá meira