Dagur þrjú á enda Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 21. febrúar 2013 14:39 Mikið gekk á í dómssalnum í dag. Mynd/AFP Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun. Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Þriðja degi réttarhalda um það hvort spretthlauparinn Oscar Pistorius verði látinn laus gegn tryggingu er lokið. Haldið verður áfram þar sem frá var horfið í fyrramálið. Margt hefur gengið á í dómssalnum þessa þrjá daga og verjandinn Barry Roux hefur farið hamförum við að gagnrýna lögreglurannsóknina og krefst þess að Pistorius verði látinn laus. Verjandinn sagði að Pistorius hefði ekki haft neina ástæðu til að myrða kærustu sína, Reevu Steenkamp, og samband þeirra hafi verið ástríkt. Roux vísaði því einnig alfarið á bug að meintar hótanir Pistoriusar í garð manns á kappakstursbraut væru á rökum reistar. Hann hefði tekið óheppilega til orða og hefði ekki verið alvara þegar hann sagðist ætla að brjóta fætur mannsins. Gert var stutt hlé um klukkan hálf eitt vegna „yfirvofandi hættu utandyra" en skömmu síðar var haldið áfram án frekar útskýringa. Pistorius virtist þreyttur og blaðamenn á staðnum segja að hann hafi virst sofandi á köflum. Saksóknarinn Gerry Nel tók til máls og sagði framburð Pistoriusar ekki í samræmi við sönnunargögn á staðnum Hann segir ljóst að Pistorius hafi framið morð af yfirlögðu ráði og vilji halda áfram eins og ekkert hafi í skorist. Frásagnir hans af morðhótunum í sinn garð eigi ekki við rök að styðjast og engin gögn sýni fram á að þær hafi verið tilkynntar. Pistorius hafi logið til um þær til að fá samúð dómarans. Gæsluvarðhaldsréttarhöldin halda áfram á morgun og er nær ómögulegt að segja til um hver ákvörðun dómarans verður. Ekki hefur enn verið tilkynnt um hvort lögreglumaðurinn Hilton Botha haldi áfram að fara fyrir rannsókninni, en hann er sjálfur til rannsóknar vegna gruns um morðtilraun.
Oscar Pistorius Tengdar fréttir Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18 Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58 Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29 Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00 Mest lesið Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Innlent „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Innlent Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Erlent Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Innlent Af Alþingi til Fjallabyggðar Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Erlent Steindór Andersen er látinn Innlent „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Innlent Fleiri fréttir Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Sjá meira
Pistorius-lögga rannsökuð vegna morðtilraunar Mál spretthlauparans Oscars Pistorius er farið að minna á atburðarás reyfara, en nýjasti snúningur málsins er sá að lögreglumaðurinn Hilton Botha, sá sem hefur farið fyrir rannsókninni, sætir nú rannsókn fyrir morðtilraun. 21. febrúar 2013 09:18
Nike segir tímabundið upp samningi við Pistorius Íþróttavöruframleiðandinn Nike hefur sagt tímabundið upp samningi sínum við frjálsíþróttakappann Oscar Pistorius. Suður-Afríkumaðurinn er sakaður um að hafa myrt kærustu sína að yfirlögðu ráði. 21. febrúar 2013 12:58
Dómari ákveður í dag hvort Pistorius verði sleppt úr haldi Í dag mun dómari taka ákvörðun um hvort spretthlauparanum Oscar Pistorius verði sleppt úr haldi gegn tryggingu eða ekki. 21. febrúar 2013 06:29
Útgáfa lögreglunnar reyndist þokukennd Rannsóknarlögreglumaðurinn Hilton Botha viðurkenndi að ekkert hefði fundist við rannsókn málsins sem afsannað gæti frásögn Oscars Pistorius af atburðum næturinnar 14. febrúar, þegar hann skaut kærustu sína Reevu Steenkamp. 21. febrúar 2013 07:00