Skiptastjóri Milestone í mál við saksóknara Stígur Helgason skrifar 21. febrúar 2013 07:00 Grímur Sigurðsson og Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann. Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Skiptastjóri þrotabús Milestone hefur höfðað mál á hendur embætti Sérstaks saksóknara í því skyni að fá afhent gögn úr rannsóknum tengdum félaginu. Saksóknari hefur neitað að afhenda gögnin, sem skiptastjórinn telur að geti nýst honum við eigin málarekstur. Skiptastjórinn, Grímur Sigurðsson, hefur staðið í margvíslegum málaferlum gegn fyrrverandi stjórnendum Milestone og félögum þeim tengdum. Hann hefur höfðað um tug mála, meðal annars gegn Wernersbörnunum Karli, Steingrími og Ingunni, til að freista þess að fá hinum og þessum gerningum og greiðslum rift. Í þeim málum eru milljarðar króna undir. Til að liðka fyrir sér í rekstri málanna og undirbyggja þau betur fór Grímur fram á það við sérstakan saksóknara að hann fengi afhent öll gögn úr sakamálarannsóknum sem tengdust Milestone – ekki bara þau sem lagt var hald á í húsleitum hjá Milestone og þegar hafa verið afhent, heldur einnig afrit af skýrslutökum, tölvupóst, samantektir rannsakenda og hvaðeina annað sem aflað hefur verið við rannsóknirnar. Hann vísaði í 82. grein gjaldþrotalaga, sem kveður meðal annars á um að opinberum stofnunum sé „skylt að veita skiptastjóra þær upplýsingar og láta honum í té þau gögn um málefni búsins sem hann krefst". Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir að ágreiningurinn standi um það hversu vítt beri að túlka þetta ákvæði. „Við höfum litið svo á að þetta ákvæði í gjaldþrotalögunum eigi ekki við um gögn sakamála," segir hann. „Ég held að það sé ágætt að menn fái hreinar línur í þetta og að réttaróvissunni verði eytt, sérstaklega eftir málið sem kom upp varðandi mennina sem voru kærðir hér," bætir Ólafur við, með vísan til máls Jóns Óttars Ólafssonar og Guðmundar Hauks Gunnarssonar, sem voru kærðir fyrir að selja til þrotabús Milestone upplýsingar sem þeir öfluðu sér í störfum sínum hjá Sérstökum saksóknara. Málið var látið niður falla. Að sögn Ólafs snýr beiðni Gríms að gögnum úr svokölluðu Vafningsmáli, gegn Lárusi Welding og Guðmundi Hjaltasyni, en einnig öðrum málum sem kunna að tengjast Milestone. „Þetta er býsna víðtæk beiðni," segir hann. Grímur vill ekki tjá sig um málið. „Það verður bara afgreitt fyrir dómstólum," segir hann.
Dómsmál Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira