Innlent

Nýi 10 þúsund króna seðillinn kemur með lóunni

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Hönnun nýs 10 þúsund króna seðils er lokið og verður hann settur í umferð á þessu ári. Þetta staðfestir Már Guðmundsson Seðlabankastjóri í samtali við Ruv.is og segir seðilinn væntanlegan til landsins í vor, um svipað leyti og lóan.

Már reiknar með því að seðillinn verði komin í umferð síðla vors eða síðsumars. Seðilinn þurfi að nota til þess að stilla af seðlavélar í landinu.

Nýi seðillinn verður búinn fleiri og fullkomnari öryggisþáttum en hingað til hafa verið til staðar. Útlit seðilsins verður í svipuðum stíl og þeir sem fyrir eru. Auk þess sem lóuna verður að finna á seðlinum kemur Jónas Hallgrímsson einnig við sögu.

Myndlistakonan Kristín Þorkelsdóttir sá um hönnun seðilsins. Hér fyrir ofan og á sjónvarpssíðu Vísis má sjá viðtal við Kristínu úr fréttum Stöðvar 2 í fyrra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×