Lífið

Tæplega 500 þúsund manns horft á myndband Árstíða

Mynd/Árstíðir
Hljómsveitin Árstíðir hefur vakið mikla athygli fyrir syngja sálminn Heyr Himna Smiður á lestarstöð í Þýskalandi í síðasta mánuði. 

Áhorf á myndbandið á Youtube er komið í tæplega 500 þúsund og myndbandið hefur vakið athygli í erlendri pressu.

Heyr Himna Smiður er eftir Kolbein Tumason og  talið er að sálmurinn hafi verið ortur árið 1208.  Þorkell Sigurbjörnsson gerði lag við sálminn sem meðlimir Árstíða fluttu. Flutningurinn var tekinn upp á myndband sem má sjá hér að neðan.

Árstíðir eru þekktir fyrir metnaðarfulla röddun í lögum sínum og syngja allir meðlimir sveitarinnar. Árstíðir skipa þeir Daníel Auðunsson, Gunnar Már Jakobsson, Ragnar Ólafsson, Hallgrímur Jónas Jensson, Jón Elísson og Karl James Pestka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.