Bakarameistarinn vildi alls ekki baka nein vandræði Kristján Hjálmarsson skrifar 16. október 2013 08:41 Kolbeinn Sigþórsson markaskorari er sonur Sigþórs Sigurðssonar kenndan við Bakarameistarann. „Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira
„Við ráðum ekki ferðinni í auglýsingatímanum hjá RÚV. Við erum bara að styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu eins og höfum alltaf gert,“ segir Sigþór Sigurjónsson kenndur við Bakarameistarann. „Ég vona bara að við fáum ekki skömm í hattinn fyrir þetta.“Eins og fram hefur komið braust út mikil reiði eftir leik Íslands og Noregs í gær. Leikurinn var sýndur í beinni útsendingu í Ríkisútvarpinu en klippt var á útsendinguna skömmu áður en ljóst var að Ísland hafði tryggt sér sæti í umspili um laust sæti á HM til að koma auglýsingum að. Þeir sem heima sátu misstu því af þegar leikmenn Íslands fögnuðu sæti í umspili fyrir heimsmeistaramótið ásamt fjölmörgum Íslendingum sem lögðu leið sína á leikinn. Margir létu móðann mása meðal annars Hallgrímur Helgason rithöfundur sem sagði á Facebooksíðu sinni: „Til hamingju Ísland! Glæsilegt. Og fokk RÚV fyrir að klúðra stærstu stund íslenskrar fótboltasögu, með auglýsingu frá Bakarameistaranum. Þeir tóku mómentið frá okkur!“ Svo fór að Páll Magnússon útvarpsstjóri baðst afsökunar á mistökunum. Fyrsta auglýsingin sem birtist eftir að klippt var á beinu útsendinguna var frá Bakarameistaranum. Svo ótrúlega vill til að Sigþór Sigurjónsson, eigandi Bakarameistarans, er faðir Kolbeins Sigþórssonar helsta markaskorara landsliðsins. Og Sigþóri var brugðið. „Við vildum alls ekki hrella þjóðina með þessu - alls ekki. Ég beið sjálfur spenntur eftir því að sjá fagnaðarlætin,“ segir Sigþór sem ítrekar að Bakarameistarinn vilji bara styðja við bakið á íslenskri knattspyrnu. „Það höfum við alltaf gert og vonum að það hafi sín jákvæðu áhrif.“ Eins og gefur að skilja er Sigþór engu að síður að rifna úr monti eftir að íslenska liðið tryggði sér sæti í umspili um laust sæti á HM. Kolbeinn sonur hans á enda stóran þátt í því, hefur skorað fjögur mörk í undankeppninni og skoraði mark íslenska liðsins í 1-1 jafnteflinu í gær. „Við erum öll að rifna úr monti. Ég held að öll þjóðin sé í léttu en góðu áfalli. Það er meiriháttar að vera komin í umspilið. Við getum unnið hvaða lið sem er þar, jafnvel Portúgal. Þeir eru ekkert heilagar kýr,“ segir Sigþór bakari sem er farinn að telja niður dagana enda aðeins mánuður í að umspilsleikirnir fara fram.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fleiri fréttir Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Sjá meira