Tveir á toppnum Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. janúar 2013 14:00 Bíó. The Master. Leikstjórn: Paul Thomas Anderson. Leikarar: Joaquin Phoenix, Philip Seymour Hoffman, Amy Adams, Laura Dern, Madisen Beaty, Amy Ferguson. Ljósmyndarinn Freddie Quell (Joaquin Phoenix) er stórskemmdur eftir herþjónustu sína í seinna stríði og væflast úr einni vinnu í aðra. Hann drekkur ótæpilega, er gjarn á að lenda í slagsmálum og eftir að hann byrlar vinnufélaga sínum á hvítkálsbúgarði ólyfjan tekur hann til fótanna og endar sem laumufarþegi á snekkju hins plebbalega Lancasters Dodd (Philip Seymour Hoffman). Með þeim tekst mikill vinskapur, en Dodd þessi er sjálfskipaður leiðtogi sértrúarsafnaðarins The Cause. Þessi nýjasta kvikmynd fyrrum undrabarnsins, og nú undramannsins, Paul Thomas Anderson, er sögð byggja að miklu leyti á tilurð Vísindakirkjunnar í upphafi 6. áratugar síðustu aldar, en hvergi er nafn hennar tekið fram í myndinni. Því fer þó fjarri að The Master deili sérstaklega á Vísindakirkjuna umfram aðra söfnuði. Leiðtoginn, sem í fyrstu er vingjarnlegur og sjarmerandi, ber öll helstu einkenni loddarans. Hann notfærir sér veikleika áhrifagjarns fólks, og við þekkjum öll þessa persónu, bæði úr sjónvarpinu og úr íslenskum raunveruleika. Þær eru alls staðar í heiminum. Þeir Phoenix og Hoffman eru báðir ótrúlegir leikarar, og sennilega hefur hvorugur þeirra verið betri en einmitt hér. Hinn siðblindi Quell væri óþolandi persóna á prenti, en Phoenix nær á undraverðan hátt að koma á góðri tengingu við áhorfendur. Anderson leyfir tvímenningunum að leika sér með línurnar, þó handritið sé svo sannarlega ekkert slor, og líkt og í fyrri myndum leikstjórans er engin feimni við langar og óklipptar senur þar sem performansinn fær að taka gott pláss. Listræn stjórnun er af bestu gerð og ásamt óaðfinnanlegri kvikmyndatöku gerir hún The Master að einni áferðarfegurstu mynd sem lengi hefur sést. Hvert einasta skot væri flott í ramma uppi á vegg, en þrátt fyrir að vera stílhrein verður myndin aldrei steríl. Ég skil ekki hvers vegna myndin fékk engar Óskarstilnefningar í þessum útlitsflokkum því það hefði hún svo sannarlega átt skilið. Síðasti þriðjungur myndarinnar er sá sísti en mig grunar að annað áhorf kæmi mér á aðra skoðun. Þannig er það allavega oft með Anderson. Myndirnar hans batna með hverju áhorfi, og ég fullyrði að The Master mun verða mér ofarlega í huga á næstu vikum og mánuðum. Niðurstaða: Enn eitt listaverkið frá undramanninum Anderson. Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira
Bíó. The Master. Leikstjórn: Paul Thomas Anderson. Leikarar: Joaquin Phoenix, Philip Seymour Hoffman, Amy Adams, Laura Dern, Madisen Beaty, Amy Ferguson. Ljósmyndarinn Freddie Quell (Joaquin Phoenix) er stórskemmdur eftir herþjónustu sína í seinna stríði og væflast úr einni vinnu í aðra. Hann drekkur ótæpilega, er gjarn á að lenda í slagsmálum og eftir að hann byrlar vinnufélaga sínum á hvítkálsbúgarði ólyfjan tekur hann til fótanna og endar sem laumufarþegi á snekkju hins plebbalega Lancasters Dodd (Philip Seymour Hoffman). Með þeim tekst mikill vinskapur, en Dodd þessi er sjálfskipaður leiðtogi sértrúarsafnaðarins The Cause. Þessi nýjasta kvikmynd fyrrum undrabarnsins, og nú undramannsins, Paul Thomas Anderson, er sögð byggja að miklu leyti á tilurð Vísindakirkjunnar í upphafi 6. áratugar síðustu aldar, en hvergi er nafn hennar tekið fram í myndinni. Því fer þó fjarri að The Master deili sérstaklega á Vísindakirkjuna umfram aðra söfnuði. Leiðtoginn, sem í fyrstu er vingjarnlegur og sjarmerandi, ber öll helstu einkenni loddarans. Hann notfærir sér veikleika áhrifagjarns fólks, og við þekkjum öll þessa persónu, bæði úr sjónvarpinu og úr íslenskum raunveruleika. Þær eru alls staðar í heiminum. Þeir Phoenix og Hoffman eru báðir ótrúlegir leikarar, og sennilega hefur hvorugur þeirra verið betri en einmitt hér. Hinn siðblindi Quell væri óþolandi persóna á prenti, en Phoenix nær á undraverðan hátt að koma á góðri tengingu við áhorfendur. Anderson leyfir tvímenningunum að leika sér með línurnar, þó handritið sé svo sannarlega ekkert slor, og líkt og í fyrri myndum leikstjórans er engin feimni við langar og óklipptar senur þar sem performansinn fær að taka gott pláss. Listræn stjórnun er af bestu gerð og ásamt óaðfinnanlegri kvikmyndatöku gerir hún The Master að einni áferðarfegurstu mynd sem lengi hefur sést. Hvert einasta skot væri flott í ramma uppi á vegg, en þrátt fyrir að vera stílhrein verður myndin aldrei steríl. Ég skil ekki hvers vegna myndin fékk engar Óskarstilnefningar í þessum útlitsflokkum því það hefði hún svo sannarlega átt skilið. Síðasti þriðjungur myndarinnar er sá sísti en mig grunar að annað áhorf kæmi mér á aðra skoðun. Þannig er það allavega oft með Anderson. Myndirnar hans batna með hverju áhorfi, og ég fullyrði að The Master mun verða mér ofarlega í huga á næstu vikum og mánuðum. Niðurstaða: Enn eitt listaverkið frá undramanninum Anderson.
Gagnrýni Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Fleiri fréttir Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Kælt niður í byrjun og svo búmm! DIMMA var flott en einhæf Sjá meira