Lífið

Fimm heilsuráð þjálfarans

Mynd/Benzo.is
Dagmar Hrund Sigurleifsdóttir, eða Dammý eins og hún er kölluð, er master rehab þjálfari og krossfitþjálfari hjá Krossfit Iceland í World Class. Hún veit hvaða fimm atriði skipta máli þegar heilsan er annars vegar.



1. Drekka vatn. Ég er alltaf með bleika álbrúsann minn með mér.

2. Stunda krossfit með æðislegu fólki. Frábærar æfingar sem taka virkilega vel á. Það er ekki hægt að finna betri félagsskap, frábær tónlist, ÞVÍLÍK útrás.

3. Borða reglulega. Ég verð eins og argur krakki ef ég borða ekki reglulega en svona er blóðsykurinn jafnari og viðheldur brennslunni. Bara muna að allt er gott í hófi.

4. Ekkert jafnast á við að hitta vini og fjölskyldu, tala nú ekki um að fara á dansgólfið með góðum vinkonum og hrista á sér rassinn. Góð líkamsrækt og geggjað gott fyrir andlega heilsu.

5. Síðast en ekki síst að fara út að ganga með hundinn minn, ofurmassinn hann Monsi bíður spenntur eftir að fá að fara upp Esjuna aftur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×