Kvartar ekki yfir Niðrá strönd Freyr Bjarnason skrifar 13. mars 2013 06:00 Prinspóló hætti við að kvarta yfir partíinu á neðri hæðinni þegar hann heyrði lagið sitt Niðrá strönd. "Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana. Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
"Menn verða að fá að dilla sér, ég get ekki stöðvað það. Ég get sjálfum mér um kennt," segir Svavar Pétur Eysteinsson, forsprakki hljómsveitarinnar Prinspóló. Svavar Pétur var um síðustu helgi orðinn pirraður á partíi sem var haldið á hæðinni fyrir neðan íbúðina hans, þegar hið vinsæla lag hans Niðrá strönd var óvænt sett í græjurnar. "Ég var alveg við það búinn að hlaupa niður og segja: "Viljið þið gjöra svo vel að lækka þessi helvítis læti. Ég er að reyna að sofa hérna!"," segir Svavar Pétur. "Þá bara allt í einu kemur eitthvað kunnuglegt stef, þannig að ég hneppti að mér sloppnum og fór aftur upp. Ég gat ekki farið að ybba mig yfir þessu," segir hann og hlær. Spurður hvort hann vilji ekki bara syngja lagið næst þegar partí verður haldið í íbúðinni, segir hann það vel koma til greina. Annað lag með Prinspóló, Tipp topp, hefur notið mikilla vinsælda að undanförnu. Fleiri lög eru væntanleg og kemur það fyrsta út síðar í þessum mánuði. Þau verða öll á nýrri plötu Prinspóló sem er væntanleg í haust. Fram undan hjá hljómsveitinni er spilamennska á hátíðinni Aldrei fór ég suður sem verður haldin á Ísafirði um páskana.
Tónlist Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira