Erfitt að fá viðræður við ESB teknar upp Svavar Hávarðsson skrifar 20. mars 2013 07:00 Össur og Bildt eru sammála um helstu áherslur í norðurslóðamálum. fréttablaðið/stefán Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt. Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, telur að það gæti orðið erfitt fyrir Íslendinga að fá aðildarviðræður við Evrópusambandið teknar upp að nýju yrði þeim slitið á þessum tímapunkti. Hann segir enga hefð fyrir slíku. Bildt tekur undir þau rök Össurar Skarphéðinssonar utanríkisráðherra að Ísland gegni mikilvægu hlutverki í tilliti til norðurslóðamála. „Það hefðbundna er að þegar aðildarviðræður eru teknar upp, þá er þeim lokið – það fæst niðurstaða sem er lögð í dóm fólksins í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er vaninn. Ég held að við höfum engin dæmi um annað. Ég held að það yrði erfitt að halda áfram síðar, því þá gæti verið komin upp sú staða innan ESB að menn spyrðu sig að því hvort Íslendingar viti hvað þeir eru að gera. Ég held að það gæti gerst," segir Bildt. Bildt er hér á landi í tengslum við opnun nýs rannsóknaseturs Alþjóðamálastofnunar Háskóla Íslands um norðurslóðir og ráðstefnu um norðurslóðamál. Bildt og Össur, sem opnuðu ráðstefnuna á mánudag, funduðu jafnframt sérstaklega og ræddu meðal annars stöðu aðildarumsóknar Íslands og lýsti Bildt, sem fyrr, einlægum stuðningi við hana. Ráðherrarnir ræddu framtíð norðurslóða og nauðsyn þess fyrir norðurskautsríkin að vera viðbúin auknum umsvifum þar og auknum áhuga annarra þjóða á því sem þar gerist. Eins og kunnugt er hefur Össur lagt þunga áherslu á norðurslóðamál í ráðherratíð sinni og telur að Ísland sé þar í lykilhlutverki. Bildt, sem veitir Norðurskautsráðinu forstöðu, deilir þeirri skoðun að mikilvægi Íslands sé verulegt. „Fyrir því eru margar ástæður. Lega landsins fyrir það fyrsta. Íslendingar hafa orð á sér fyrir að kunna vel til verka við auðlindastjórnun í hafinu. Það má einnig bæta mikilvægi siglinga við þennan lista og þeirri staðreynd að hér er einn besti flugvöllur á norðurslóðum," segir Bildt.
Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira