Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna Boði Logason skrifar 26. febrúar 2013 16:41 Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Trump Jr. á leið til Grænlands Erlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Innlent Má heita Amína en ekki Hó Innlent Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Innlent Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Innlent Fleiri fréttir Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45