Hugsaði fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna Boði Logason skrifar 26. febrúar 2013 16:41 Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok. Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Leiðsögumaður sem sat fastur uppi á þaki jeppabifreiðar, ásamt fjórum ferðamönnum, í tvo klukkutíma í straumharðri á í Landmannalaugum í gærkvöldi, segist hafa hugsað fyrst um fólkið og síðan fjölskylduna sína. Litlu munaði að þyrla Landhelgisgæslunnar kæmist ekki að fólkinu vegna slæms skyggnis Eins og sést á þessum myndum var mikill straumur í ánni og engin leið fyrir fólkið að komast í land án hjálpar frá þyrlunni. Bíllinn sökk meira og meira með hverri mínútunni og tíminn því knappur. Um tíma var tvísýnt hvort að þyrlan kæmist á vettvang vegna veðurskilyrða. „Á tímabili var þetta á jarðinum að ná að komast alla leið en svo gekk þetta nú bara þokkalega," segir Björn B. Björnsson, flugstjóri hjá Landhelgisgæslunni. Ragnar Páll Jónsson, leiðsögumaður hjá íslenska ferðaþjónustufyrirtækinu Extreme Iceland, segist hafa verið búinn að taka þá ákvörðun að fara ekki yfir ánna - enda hafi hún verið mjög vatnsmikil og straumhörð. „Svo er ég að fara snúa við, í staðinn fyrir að setja bílinn í bakkgír þá keyri ég áfram, á einhverja tvo til þrjá metra eftir heim að ánni, þegar bakkinn gefur sig og ég pompa niður." Á nokkrum sekúndum fylltist bíllinn af vatni og vélin drap á sér í kjölfarið. Þá hringdi hann í Neyðarlínuna og kom öllum upp á þak, einum í einu. Þar beið fólkið í um tvo klukkutíma áður en þyrlan aðstoðaði það að komast upp á árbakkann. Var þér létt að sjá þyrluna koma? „Að sjálfsögðu, það var ekkert mikið eftir þar til bíllinn færi alveg í kaf. Það voru svona 10 cm frá toppi í vatnsborðið á hægri hliðinni - framrúðan var líka komin á bólakaf." Ferðamennirnir, tvenn hjón frá Bretlandi, héldu ró sinni allan tímann, að sögn Ragnars. En hvað fer í gegnum hugann á manni í svona aðstæðum? „Að halda fólkinu rólegu og vera sjálfur rólegur. Það er númer 1,2 og 3 - síðan kemur fjölskyldan á eftir. Ég söng líka fyrir fólkið og lét það syngja með mér." Þyrla landhelgisgæslunnar flaug með fólkið á Landspítalann í Fossvogi en þaðan var það var útskrifað seint í gærkvöldi og héldu Bretarnir heim á leið í morgun. Ef þú hugsar til baka, þetta hefði nú getað farið verr þyrlunni hefði seinkað um 20 til 30 mínútur. Er það óþægileg tilfinning? „Jú svolítið, maður veit ekki alveg hvað maður hefði gert og hvað hefði þá verið hægt að gera." Lögreglan á Hvolsvelli sagði í samtali við fréttastofu fyrr í dag, að málið væri í rannsókn hjá lögreglu. Rannsókn ætti að vera lokið fyrir vikulok.
Tengdar fréttir Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Fimm bjargað úr sjálfheldu - lögreglan rannsakar málið Lögreglan á Hvolsvelli rannsakar nú hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað þegar íslenskt ferðafyrirtæki fór með fjóra ferðamenn upp að Landmannalaugum, þar sem bíll ferðafyrirtæksisins festist með þeim afleiðingum að fimm voru í sjálfheldu. 26. febrúar 2013 15:45