Innlent

Saka borgaryfirvöld um að beita blekkingum

María Lilja Þrastadóttir skrifar
Íbúasamtök Vesturbæjar hafa stofnað til undirskriftalista vegna deiliskipulags við Vesturbugt, nýs hverfis sem reisa á gamla hafnarsvæðinu, milli Sjómannasafnsins og Slippsins. Formaður samtakanna segir borgaryfirvöld hafa beitt blekkingum við kynningu svæðisins.

Í nýja deiliskipulaginu er gert ráð fyrir að fyrirhuguð uppbygging verði áfangabundin þá er reiknað með að vestasta svæðið, milli Slipps og Sjóminjasafns, Vesturbugt, byggist fyrst upp. Á því svæði er gert ráð fyrir allt að 250 íbúðum. Byrjað verður á vestari hluta vesturbugtar, og byggt að slippnum.

Íbúar í nágrenninu eru ekki á eitt sáttir við framkvæmdirnar. Birgir Þröstur Jóhannsson, arkitekt og formaður Íbúasamtaka Vesturbæjar segir íbúa miklu frekar kjósa byggð sem einkennist af fjölbreytni og tekur mið af sögulegum verðmætum svæðisins, sem er elsta höfn Reykvíkinga og meginástæða þess að Reykjavík var að borg, heldur en þá sem stefnt er að.

Hjálmar Sveinsson, varaformaður umhverfis og skipulagsráðs hafnar því í samtali við fréttastofu að borgin beiti slíkum blekkingum og segir ásakanirnar alvarlegar. Það hafi aldrei verið launungarmál að húsin yrðu frá tveimur til fimm hæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×