"Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín“ Ingimar Karl Helgason skrifar 8. apríl 2013 13:11 Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Tengdar fréttir Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00 Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Ég sá að fjallað var um 500 króna hækkun á veiðileyfum í Þingvallavatni með þessum orðum í Fréttablaðinu í dag. Ég skal vera hreinskilinn um að hér finnst mér leiðarahöfundur blaðsins hafa skotið langt yfir markið. Fimm hundruð kall er peningur. Fyrir þessa upphæð má kaupa kornflexpakka, tvo lítra af bensíni eða hálfan bíómiða. Ég er ekki að gera lítið úr þessu, en þetta er samhengið. Nú skulum við skoða aðeins stærri mynd. Undir forystu Vinstri grænna hafa verið gerðar róttækustu breytingar á skattkerfinu í áratugi. Við höfum tekið upp kerfi þar sem þeir tekjulægri greiða hlutfallslega minna en þeir sem hærri hafa tekjurnar. Lægsta skatthlutfallið er um 37 prósent (útsvar innifalið), en hið hæsta er 46 prósent. Þar er viðmiðið um 740 þúsund krónur í mánaðarlaun, eða upp undir níu milljónir króna á ári. Lang flestir fá minna en það. Prósentan er ekki há í alþjóðlegu samhengi. Sjálfstæðismenn eru ekkert að fela fyrirætlanir sínar. Þeir ætla að fletja út skattkerfið. Það mun þýða það eitt að skattarnir munu hækka hjá almennu launafólki, en lækka hjá hinum efnameiri. Niðurskurður byrjar á ný þegar við ættum að byggja upp. Hvað þýðir það? Ef við ætlum að halda uppi sama velferðarstigi og hér tókst að verja, eftir mesta efnahagsáfall síðari tíma, þá þýðir ríkisstjórn með sjálfstæðisflokknum að notendagjöld verða hækkuð. Þeir sem verða veikir skulu borga. Þeir sem senda börnin sín í skóla verða að borga. Erfitt er að lesa aðra mynd út úr efnahagstillögum systurflokksins framsóknar. Boðið er upp á „persónufrelsi og sjálfsábyrgð" í veikindum. Raunveruleikinn er að skattar verða hækkaðir á allan almenning og fólk þarf að nýta hinar „auknu ráðstöfunartekjur" til að greiða úr eigin vasa, sjálfsagða opinbera þjónustu. Vinstri græn hafa sett fram skýra stefnu í heilbrigðis-, mennta- og velferðarmálum. Við viljum passa upp á sanngjarnt skattkerfi. Skattkerfi sem tryggir jöfnuð og um leið að ríkið hafi tekjur til þess að bæta í velferðarkerfið. Samhliða þarf að greiða niður skuldirnar sem frjálshyggjutilraun sjálfstæðis- og framsóknarflokks skilaði okkur. Ábyrg efnahagsstjórn á kjörtímabilinu gerir okkur kleift að ráðst í það nú. Vinstri græn hafa látið verkin tala og forgangsraðað í þágu lág- og millitekjufólks. Við höfum staðið vörð um velferðarkerfið á einum erfiðustu tímum Íslandssögunnar í efnahagsstjórn. Gleymum því ekki að Landspítalinn átti hvorki fyrir launum né lyfjum þegar áfallið dundi yfir, eftir áralanga sveltistefnu hægri flokkanna. „Þetta fólk virðist ekki kunna að skammast sín," segir leiðarahöfundur Fréttablaðsins um fimmhundruðkall í frístundaveiði. Reikningurinn fyrir síðasta efnahagsævintýri hægri flokkanna var þúsund sinnum hærri en þetta, á mann. Og enginn átti val. Hvaða orð mun hann nota þegar reikningurinn fyrir næstu umferð verður sendur þjóðinni?
Fordómar Þingvallanefndar Þingvallanefnd hefur ákveðið að banna stangveiðifólki að veiða á nóttunni í Þingvallavatni. Álfheiður Ingadóttir, formaður nefndarinnar, segir ástæðuna fyrir banninu vera örfáa "góðglaða“ veiðimenn sem skemmi fyrir öllum hinum. Ólafur Örn Haraldsson þjóðgarðsvörður tekur undir með Álfheiði og sagði í samtali við Fréttablaðið á laugardag að þau kærðu sig "ekki um að menn séu hér með eitthvert sukk og svínarí, háreisti og ónæði“. 8. apríl 2013 09:00
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun